fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Blogghausar

Mér finnst alveg ótrúlega gaman að gera svona hausa á blogg........ef þið (sem nennið að lesa þetta) viljið fá svona haus til að nota á bloggin ykkar sendið mér þá línu ;-) svo ég hafi ástæðu til að halda áfram að búa svona til!

Lúkkið loksins komið!

Jæja þá er þessi síða farin að líta út eins og ég vil hafa hana....Ég er búin að vera að breyta henni vegna þess að ég vil endilega hafa svona flipa þar sem hægt er að flakka með auðveldum hætti á síðurnar mínar á netinu.....þannig að þið sem viljið fylgjast með daglega lífinu í danmörku eigið að smella á flipann Danmörk þarna efst á síðunni...þið sem viljið fylgjast með því sem er í gangi hjá Önju smellið á barnalandssíðuna hennar og svo videre!! LOL (mamma ertu búin að sjá þetta??)

Ég á síðan eftir að setja inn tengla á bæði bloggin......ef þið viljið að ég linki á ykkur kvittið þá hér í kommentin hjá mér......anaðhvort hér eða á danmerkurblogginu ef þið eruð ekkert með skrappblogg ;-)

Albúmið tilbúið

Já það er nú góð tilfinning að geta sagt að eitthvað albúm sé tilbúið þegar skrapp er annars vegar! En ég kláraði leikskólaalbúmið áðan. Ég var í hellings vandræðum með að finna myndir í þetta og hefði alveg viljað hafa fleiri myndir...en einhverstaðar verður maður nú að stoppa!

Hér eru 3 síður í viðbót ;-) Þetta er áfram bara mjög einfaldar síður, markiðið var jú að reyna að klára þetta sem fyrst svo daman eigi líka albúm eins og hinir krakkarnir...Þetta er sko mikið skoðað!





þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Fleiri síður í leikskólaalbúmið

Ég er aldeilis búin að vera í stuði í kvöld! Að vísu eru þessar síður einfaldar en samt er smá vesen að gera þær þar sem flakkarinn minn er bilaður og allar myndirnar sem ég nota tek ég af Barnalandi, sem þýðir að ég þarf að laga þær allar til, þar sem þær eru í svo lélegri upplausn.

Hér eru svo 3 næstu síður....




Loksins skrappað!!

Ég fékk alveg dýrindis skrifborð í gær sem þýðir það að nú get ég setið við tölvuna og skrappað!!

Anja á að vera með möppu í leikskólanum þar sem eru upplýsingar um hana og myndir af henni og ættingjum og vinum...Þetta er auðvitað upplagt að skrappa! og hér er fosíðan á möppunni hennar. Ég prenta þetta síða út í A4 og þetta verður plastað í leikskólanum.

föstudagur, ágúst 17, 2007

nýjustu fréttir af Eimskipsmálinu!

Já kallinn kom áðan með dótið mitt............allt nema hjólið...!!! ég er að anda inn og út aftur...........sjáið þið það ekki.........??? Ég hringdi með det samme í "vinkonu" mína í Árhúsum, enda með kvinnuna á speeddial..........og allt sem hún gat sagt var:"hvaða nafn er á hjólinu???" - ég held að hún sé verulega ljóshærð að innan þessi kona!!!

Það er skemmst frá því að segja að ég hringdi í Gunna og sigaði honum á forstjóra Eimskips...það kemur í ljós á mánudag hvernig þetta fer...

En það er nokkuð víst að það verður skrappað í kvöld hvað sem öllu líður!!

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Já það klikkaði sko!!

Eimskip fær sko falleinkun hjá mér og ég vara bara hér með við því að versla við þetta fyrirtæki!!

Dótið mitt átti að koma í dag, bílstjórinn átti að hringja með klukkutíma fyrirvara til að ég hefði tækifæri til fá einhvern til að hjálpa mér að drösla þessu upp....ég beið í allan dag eftir símtalinu.......en kom síðan heim kl hálf sex og fann þá miða í póstkassanum um að ég gæti sótt þetta eitthvert.........ég varð ekki glöð og mun leggja fram kvörtun í fyrramálið þegar þeir opna......og fara fram á endurgreiðslu!

Framhald síðar...

er loksins að fá skrappið mitt í hús!!!

Já það kemur á morgun!! Ef ekkert klikkar sko! Það átti að koma í dag en eitthvað klikkaði þannig að það verður á morgun...........Þetta fór af stað um leið og ég til Danmerkur, en þar sem þetta er töluvert mikið, og kæjakar eru frekar litlir þá geri ég ráð fyrir að Eimskip hafi þurft að fara allavega 5 eða 6 ferðir með þetta.....ég meina það hlýtur að vera, þetta er búið að vera 23 daga á leiðinni hingað!!!

Það verður bið á að ég versli við Eimskip aftur......þeir skilja ekki íslensku, og búslóðin mín er búin að bíða uppi í Árósum síðan 3. ágúst!!! Kæjakgæjinn er sjálfsagt að labba með hana hingað !!! Ég keypti samt flutning á þetta alla leið en ónei...það virkaði ekki betur en þetta.......já ég er pínulítið pirruð yfir þessari fokdýru "þjónustu" !!! ÉG er að hugsa um að fara fram á að kæjakguttinn beri þetta hingað upp á 3 hæð fyrir mig vegna seinagangsins.........en kanski er það ekki svo góð hugmynd því hann skellir þessu þá eflaust á snigilinn sem var á leiðinni inn í húsið í fyrradag... (O_O)

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Netvandræði, leynivinagjöf og fleira

Já það er nú búið að vera gaman hjá mér fyrir utan það að netið lokaði óvænt!! Ég var víst kommin yfir limit í downloadi...sótti nokkrar bíómyndir sko (O_O) en það er opið á nóttunni til kl. 9 en síðan opnar það aftur á mánudaginn...ég ætla ekki að búa við takmarkað niðurhal!! Þarf að kanna hvar ég kaupi mér nettengingu ;-)

Ég fékk annars 2 pakka í vikunni. Fyrst kom sá allra flottasti SG kassi sem ég hef fengið!! Hann er algert æði, en ég er ekkert búin að geta gert nema klappa honum þar sem dótið mitt er ekki enn komið...

Síðan kom langþráður pakki frá leynivinkonu minni, og þetta var pakkinn sem upplýsti hver hún væri! Ómæ, það datt af mér andlitið þegar ég sá hvað hún sendi!!! Manni er sko spillt rækilega, en hún átti að senda gjöf að verðmæti $25 og búa síðan eitthvað til...ég fékk fullt fullt af blómum, bradsi, stafrófum, crate pakka og heilar 60 arkir af Bazzill!!!! Síðan fékk ég minialbúm sem var ferlega flott!! ÉG er ekki enn búin að ná þessu! en hér eru myndir af góssinu!





Hér er albúmið