föstudagur, janúar 25, 2008

Pakki Pakki!

Já ég fékk pakka í dag! Þegar ég sá að SG æltaði að vera í fríi í janúar og ég hafði ekki keypt desember kittið þá átti ég allt í einu helling af peningum merktu skrappi!! LOL Þannig að ég ákvað að kíkja á hvað aðrir klúbbar væru að gera, svona svipaðir og SG og pantað mér kitt frá Mosh Posh, klúbbur sem ég hef oft heyrt mælt með...ég var svo stálheppin að þeir voru einmitt með Fancy Pants stimpla (einn af þessum nýju) á tilboði...og þar sem mig vantar svoooooo stimpla (not) þá skellti ég mér auðvitað á svoleiðs!


Nú er bara að bíða eftir því að Gunni fari heim.......nei nei,,,,,,ég vil ekkert losna við hann!! en ég ætla að mæla mér mót við hana Sigrúnu Önnu sem býr líka hér í Sönderborg og fara að skrappa úr þessu flotta kitti.

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Nýtt skrapp!

Já eins og einhverjir hafa eflaust tekið eftir þá hef ég ekki skrappað í pappír síðan áður en ég flutti......sem er nú bara þvílíkt langt síðan!!! Ég er lengi búin að vera á leiðinni með að gera eitthvað, en hef bara ekki haft mig í þetta.

En það er breytt! Vonandi er andinn kominn til að vera en þegar ég hef lent í svona skrappandleysi þá hef ég tekið flotta síðu og hermt eftir henni og það gerði ég núna líka ;) Að vísu er þetta ekki síða heldur mynd sem fer upp á vegg, en lítur engu að síður út eins og síða ;)Önju fannst ansnalegt að hún fengi ekki að vera með á myndinni!!