fimmtudagur, júní 28, 2007

Skreytt bók

Ég keypti mér svona "Sarabinder" í Föndurstofunni um daginn.....var búin að leita töluvert að þessu á netinu....alltaf er maður að leita langt yfir skammt!! Þetta var þá til hér heima! Allavega þessar bækur eru þannig að þú kaupir coverið sér og raðar svo inn í hana, líkt of filofax. Ég fékk mér þessa sem passar fyrir geisladiska m.a. og keypti vasa fyrir diska, millispjöld og línustrikuð blöð í hana. Ég ælta síðan að skreyta bæði vasana og millspjöldin, en ég er bara búin með 1 millispjald. Ég notaði 6" blokk af Basic Grey Stella Ruby pappír í þetta.

Þjalirnar fínu komu aldeilis að góðum notum í þetta verkefni!! Ég notaði þær á allan pappírinn, og það var mjög gott að raspa pappírinn niður meðfram kantinum en síðan klæddi ég svona chipboard swirl með pappír og það er ekki hægt annað en að pússa það, allavega finnst mér það ljótt annars! Ég er loksins að komast upp á gott lag með þessi fj"$#"# chipboard sem eru svona fíngerð, trikkið er að nota hníf með snúningsblaði og þá er maður í mjög góðum málum og hefur fullkomna stjórn á því sem maður er að gera...Þvílíkur munur!! Svo er ég auðvitað með gler undir....annað gengur ekki ;-)Ný klippt

Anja var svo ánægð með hárið á sér því hún fékk glimmersprey í það þegar hún fór í klippingu! Pappírinn er úr maí ScrapGoods kittinu en hann er frá MME.

Ljósmyndari

Já ég skellti í eina digi síðu þar sem ég gat ekki beðið með að prufa nýja actionið sem ég keypti mér á Dreamer síðunni ;-) Það gerir myndirnar svona gamalsdags og er að mínu mati alveg ótrúlega flott! Ég lenti að vísu í pínu vandræðum með það, það kom alltaf vitlaust og síðan fraus tölvan bara, en þegar ég var búin að lesa leiðbeiningarnar um hvernig ætti að gera þetta, þá virkaði það fínt!

Þetta er mynd af Önju við Þverá held ég, hún fór með pabba sínum að mynda og notaði tækifærið og þóttist sjálf vera að mynda með svona einnota vél.

javascript:void(0)
Publish Post

miðvikudagur, júní 27, 2007

Svipbrigði

Loksins Loksins!! Ég var búin að hugsa um að gera þessa síðu fyrir löngu og ég er búin að vera í allan dag að skrappa hana!! Að vísu með smá skreppi á kaffihús og í búð og með 'örlitla aðstoð' frá minni elskulegu dóttur!! LOLOL En allavega þá er hún tilbúin! og ég er bara alveg svakalega sátt við hana! Ég var að skrapplifta Loi frá scraplicious sem ég sá fyrir þónokkru síðan.......

Myndirnar setti ég síðan saman í PS, sá leiðbeiningar hjá Söndru á scrap.is og fékk hugmyndina að því að nota overley á þær hjá Hönnu snilling. Ég er ótrúlega ánægð með útkomununa á þeim.

Annars.......hvernig væri nú að kommenta á bloggið mitt? Ég sé að það er ótrúleg umferð hingað suma daga en fá komment.....ég meina það má alveg segja líka ef ykkur finnst þetta svona ljótt (O_O) !!

þriðjudagur, júní 26, 2007

uppskrift

Ég gerði þrjár digi síður í dag. Þetta er í uppskriftarswappi sem ég er í...Síðan prenta ég þetta út á þykkan pappír.
föstudagur, júní 22, 2007

Stríðnispúki

Ég ákvað að skella í eina digi síðu í kvöld þegar ég var búin að horfa á sjónvarpið...það var um kl 23...nú er klukkan rúmlega 2 og ég var að klára! (O_O) Ég skil sko ekki þegar fólk tala um digi skrappið sem "ekki alvöru" ég meina þetta er tímafrekara en pappírsskrappið!! Ég var sko ekki svona lengi með síðuna sem ég gerði í dag. Já þetta er sko víst alvöruskrapp Dísa! Þú ættir bara að prufa þetta ;-)

Hér er svo afraksturinn ;-) Kittið sem síðan er úr heitir Girl Camp og er eftir April Staker og það fæst hér

fimmtudagur, júní 21, 2007

Lególand

Ég er á fullu að vinna gamlar myndir þessa dagana og þá auðvitað í Andra albúm sem hefur heldur betur fengið að sitja á hakanum síðustu ár! En hér er mynd frá því í Danmörku 2002 þegar við fórum í Lególand. Það var ótrúlega skemmtileg ferð!

Pappírinn er úr nýjasta SG kittinu en blómin eru bazzill bling blóm sem ég keypi mér á netinu um daginn ;-)

þriðjudagur, júní 19, 2007

Efnilegur

Hér er önnur síða með gömlum myndum af Andra. Hún er gerð úr júní SG kittinu en stimplarnir eru ekki þaðan samt. Titillinn er svona heimatilbúið rubon. Síðan er unnin eftir minni eigin skissu sem mun birtast á skissublogginu mínu von bráðar ;-)

Kisustrákur

Ég er búin að vera í þvílíkri skrappþörf síðustu daga, en hef ekki fengið útrás þar sem litla hjálparhellan mín er svo dugleg að taka þátt í skrappinu (O_O) að það er ekki einusinni hægt að skrappa í tölvunni fyrir henni LOLOL

En nú fékk ég tækifæri og skellti í eins snögga síðu, sem ég gerði eftir minni eigin skissu. Pappírinn er úr maí SG kittinu og mér finnst hann algert æði!! og svo missti ég mig smá í nýju stimplunum mínum.....sem ég er búin að finna aftur LOLOLOLhér er svo skissan sem ég fór eftir.

föstudagur, júní 15, 2007

Í bílaleik

Nýji júní SG pakkinn er alveg fullkomin í stákamyndir og þar sem ég hef ekki verið dugleg að skrappa myndir af honum Andra mínum þá fannst mér alveg upplagt að grafa upp gamla mynd af krúttinu. Mér finnst hún passa pappírnum alveg ljómandi vel! Notaði síðan nýju flottu dútlstimplana sem ég keypti hjá henni Sesselju í fyrradag ó þeir eru svooo mikið æði að ég tími varla að nota þá!!! Ég ætlaði líka að nota stimplana sem ég keypti af Hönnu en ég finn þá ekki!!!! Kræst mig vantar föndurherbergi!!! (O_O)


Nú er orðið ljóst að við erum að flytja til Danmerkur! Ég fékk húsnæði í gær, en satt að segja var ég alveg búin að gefa þetta upp á bátinn...en svona er það nú, ég var búin að ákveða ef ég fengi húsnæði þá færi ég og nú er bara að stökkva og vona að djúpa laugin sé ekkert rosalega djúp!! Elsku Rós, þú geymir bara skrappdótið mitt á meðan svo þú saknir mín ekkert ;-) Tekur ekki einusinni eftir því að ég er ekki á svæðinu! Og svo kaupi ég raðhúsið sem er verið að byggja rétt hjá ykkur!

Jamm, svona er það nú!

Með Engilráð

Við erum í smá æfingum á digispjallinu að gera síður eftir Photoshop skissum og hér er síðan mín.

miðvikudagur, júní 13, 2007

Ég held áfram í skissugerð

Hvernig er hægt annað? Það er svo auðvelt að byrja á að skissa upp það sem maður æltar að fara að skrappa og skella því síðan inn í photoshop við tækifæri ;-)
Ég gerði þessa um daginn - var að vanda mig við að hafa fleiri en eina mynd, journal, titil og dútl....Hvað þarf maður meir á 1 síðu??? Hér er hún ;-)


Ég minni ykkur svo á að taka þátt í keppninni á skissublogginu mínu þar sem veglegir vinningar verða í boði fyrir bestu síðuna og takið eftir að það er í boði að taka þátt þó þú búir ekki í USA!! Ekki oft sem við klakarnir komumst í svoleiðis!!

Góða nótt eskurnar!

sunnudagur, júní 10, 2007

2 nýjar síður

Ég er nú búin að eyða helginni í veikindi, hita og hálsbólgu og það er bara óþolandi! Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að ég hafi setið smá í tölvunni og skrappað ;-) Ég gerði þessar 2 síður núna í dag, önnur (sú efri) er eftir skissu sem ég fann á netinu en hin er bara fikt í mér ;-)

föstudagur, júní 08, 2007

Fallegust

einusinni byrjuð, getur ekki hætt!!

Sólarmegin í lífinu

Oh mér leiðist svo!!! Ég komst ekki í vorferðalagið því ég er lasin ;-/ Og hvað gerir maður þá? Jú skrappar!

Ég var að klára þessa digi síðu..þetta svooo fljótlegt að það er bara æði! Verst að ég þarf að fara að koma því í verk að prenta eitthvað af þessum síðum út!

Loksins loksins!

Já þá er ég búin með FJÓLUBLÁA síðu!!! Mér finnst fjólublár ótrúlega ljótur litur og nota ekki svoleiðis pappír, en þegar ég sá þennan sem var í síðasta SG kitti þá ákvað ég að taka áskorun Rósar um að nota draslið og gerði það! Hinn pappírinn í kittinu finnst mér æðislega flottur, en ekki þessi hryllilega fjólublái!

Ég er ekki búin að ákveða hvað mér finnst um þessa síðu...finnst hún eiginlega ljót..en hvort það sé vegna þess að hún er ljót eða hvort litirnir í henni eru að pirra mig veit ég ekki....þarf að melta hana lengi!

Kakóstelpa

Hér er síða sem ég gerði fyrir skissuáskorun sem er á digispjallinu okkar. Þar vorum við með fyrirfram ákveðna skissu í leyerum (lögum) og áskorunin var hugsuð sem svona kennsla í hvernig hægt er að nota þessa gerð af skissum.

Hér er semsagt mín síða ;-)

fimmtudagur, júní 07, 2007

Smá keppni

Ég ákvað að efna til smá samkeppni á skissublogginu. Kíkið endilega ef þið hafið áhuga ;-) Ég var síðan beðin um að gefa skissu í smá samkeppni á þetta blogg . Þær velja skissuhönnuð einu sinni í viku og á skissan mín að birtast 30. júní. Hún verður sennilega eingöngu birt þar ;-) svo það er um að gera að kíkja ef þið eruð forvitin um hvernig hún lítur út!!

Ég er annars ekkert að skrappa í pappír þessa dagana, eyði óheyrilegum tíma í vinnunni en á morgun er síðasti dagurinn og endar hann með óvissuferð starfsmanna! Ég get náttúrulega ekki beðið, þoli ekki svona óvissuferðir því ég vil auðvitað ekki bíða með að vita eitthvað!! (ekki að ég sé forvitin!!!)

Mikið hlakka ég nú til að geta klárað það sem ég á eftir í vinnunni.......en ég veit samt að ég á eftir að sakna þeirra ferlega!!!

Það var rauðvínsklúbbur hjá okkur í gærkvöldi og ómægod við yngdumst um heil 15 ár!!! Við erum náttúrulega flottasti klúbburinn í skólanum! sá allra-allra-allra hláturmildasti en auðvitað ekki sá drykkfelldasti ;-) Ég tók nokkrar óborganlegar myndir......en þær eru eiginlega ekki skrappvænar.....ja nema mikið blurraðar......þær eru sko eiginlega ekki birtingarhæfar!! LOLOLOLOLOLOL

Annars gerðust undur og stórmerki í dag! Ég ákvað að sleppa SG kittinu, í fyrsta sinn frá því ég gerðist áskrifandi í apríl 2005!! Að vísu hef ég einusinni selt kittið í heild sinni en aldrei áður sent póst um að þetta sé ekki fyrir mig! Litirnir eru ekki mínir, aukapappírinn er horror að mínu mati og ég ætla bara að taka pásu...í mánuð ;-) Ég er alveg viss um að ég sé ekki eftir því...kaupi mér eitthvað flott fyrir peninginn sem þetta mundi kosta!!!! LOLOLOL

Allavega, ekkert nýtt skrapp núna....hver veit nema ég skelli í eina digi eftir Aðþrengdar! (eiginkonur sko!)

miðvikudagur, júní 06, 2007

Baðdrottning

Oh ég sá svo flott LO í gær (mamma Lo er síða!) sem var tölvugert og það kom svona yfir myndina eins og væri búið að skera út úr pappírnum...svo sá ég allt í einu hvernig hægt var að gera þetta...og nú er ég búin að prufa og klukkan er rúmlega 2!!! (O_O) og ég sem vaknaði kl 5 í morgun!! Já ég er biluð!!! LOLOL

mánudagur, júní 04, 2007

Falleg í lopapeysu

Já ég er búin að gera 2 síður í dag!! Ég má þó aðeins sýna eina...því hin er í smá verkefni á Digi spjallinu og við ætlum ekki að sýna fyrr en á föstudag... ;-) En ég get sko alveg beðið!!!

Þetta eru semsagt tölvuskrappsíður eða Digi síður (mamma það þýðir tölvu gert!!)og þessi er gerð eftir nýjustu skissunni minni.

sunnudagur, júní 03, 2007

Scrapgoods

Já nú er sá tími mánaðarins að maður fer að hringja daglega upp í toll og tefja þessar elskur sem vinna þar með spurningum um hvort ég eigi pakka!! Það er að koma ScrapGoods tími! Að vísu kemur kittið yfirleitt ekki til mín fyrr en eftir 7. hvers mánaðar, en hey! maður má alveg vera óþolinmóður og bjartsýnn!!

Tæknin þennan mánuðinn er að mála með akrýlmálingu frá Ranger en hún er með svona "dabber" sem er skilst mér stútur á toppnum sem dreifir málningunni...það er semsagt ekki hægt að nota pensil með þessari tegund held ég... Hér eru svo myndir af herlegheitunum ;-)laugardagur, júní 02, 2007

Alls staðar innblástur!

Sveimérþá maður sefur ekki fyrir skissum! Ég horfi á sjónvarp og sé eitthvað logo í því og bý til skissu í huganum út frá því.....núna sá ég síðu í einhverju blaði sem ég á og sá þá hvernig væri flott að poppa hana upp og búa til skissu úr því ;-) Sem sagt ekki alveg mín hönnun ef út í það er farið...en vissulega mín skissa! LOLOL

Ameríst blogg...

Já þá er maður orðin frægur!.......allavega pínu LOLOL Djók!!

Þannig er að ég er náttúrulega athyglissjúk þegar kemur að skrappi og skissum og ég fæ bara ekki nóg af því að sýna mig og mitt...og þegar kona nokkur hafði samband við mig á ScrapGoods og spurði hvort ég hefði áhuga á að vera með Ameríst blogg sem hún mundi sjá um þar sem hún kæmi skissunum mínum á framfæri...þá ákvað ég auðvitað að slá til..ég meina hvernig verð ég annars fræg?

Því er komið nýtt blogg með skissunum mínum sem þið getið séð hér Gettin Sketchy...og það er eingöngu á ensku...ég er auðvitað mjög glöð með þetta! Meiningin er að standa fyrir áskorunum og keppnum alskyns - en það mun koma í ljós hvernig þetta verður allt! Ef þið eruð búin að gera síður eftir skissunum mínum þá endilega sendið mér þær ef þið viljið fá þær birtar á blogginu ;-)

Ég var síðan að gera nýja skissu áðan...fékk innblástur af einhverju motorsport logoi..en hey..eigum við ekki að nota allt til að fá hugmyndir!! LOL