miðvikudagur, maí 30, 2007

Tölvuskrappspjall

Já nú erum við Begga búnar að stofna tölvuskrapp spjall! Mikið verður nú gaman að spjalla um það og læra hver af annari! Ég er annars ekki nógu dugleg að skrappa í tölvunni...ja nema skissur LOL en það kemur þegar ég fer að fylgjast með því sem hinar stelpurnar gera ;-)

Hér er svo nýjasta skissan mín, gerði hana í kvöld ;-)

sunnudagur, maí 27, 2007

Hæhæ

Var að gera enn eina skissu...Það er einhvern vegin svo miklu léttara að skrappa í tölvunni þegar maður er ekki lengur með sér föndurherbergi.. Ekki það að Anja er nú búin að bjóða mér að fá herbergið aftur - hún heldur því nefnilega fram að hún eigi okkar herbergi með okkur og það sé alger óþarfi að eiga sér rúm í sér herbergi LOLOL En hún sefur þar samt stundum! og sofnar þar alltaf ;-)

Ég fór á alveg sjúklega skemmtilegt námskeið í gær og svei mér þá ef ég er ekki búin að finna það sem mig langar að gera þegar ég verð stór!! Þetta var semsagt námskeið í "aðdráttarlögmálinu" sem The secret fjallar um. Endilega kíkið á heimasíðuna, tengillinn er hér til hliðar ef þið eruð forvitn!

Hér er svo skissan sem ég var að klára, bara ein einföld svona til gamans...hlakka svo til þegar ég hef orku og næði til að skrappa eftir þessum skissum mínum!!

laugardagur, maí 26, 2007

Gella

Ég ákvað að skella í eina tölvuskrappsíðu í dag svona til að prufa þetta æðislega photpshop í einhverju fleiru en skissugerð... ;-) Þetta er bara æðislegt forrit! Langar að vísu pínulítið í CS3 sem er nýrra en það sem ég er með...en er það ekki alltaf þannig? Ég meina síðan þegar ég verð búin að fá cs3...þá kemur eitthvað enn nýrra (O_O) Allavega...þá er ég bara svakalega ánægð með ps-ið, tölvuna og já bara allt!

föstudagur, maí 25, 2007

Enn ein ...

Jiii hugsa sér að frumburðurinn er 13 ára í dag!!! Það er ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða!

Já, þið eruð kanski komnar með leið á mér og mínu skissu æði...en hér er ein sem bara poppaði upp í kollinum á mér í gærkvöldi og ég gat ómögulega sofnað fyrr en ég var búin að rissa hana upp... LOL

miðvikudagur, maí 23, 2007

Hrifning

Var að klára þessa síðu eftir nýjustu skissunni minni. Ég notaði pappír úr Stella Ruby línunni frá Basic Grey. Síðan notaði ég nýja aðferð við að stimpla dútlið...ég notaði svart blek, setti það á stimpilinn og stimplaði einu sinni á autt blað til að taka mesta blekið af og stimplaði síðan á síðuna. Ég er mjög ánægð með útkomuna. Síðan bjó ég til rubon, bæði fyrir titilinn og journalið. Journalið sést ekkert vel á myndinni, en það kemur í hring utan um hringinn á síðunni.


Hvernig er þetta svo gert?

Nú veit ég ekki hvort þetta á við um öll PS forrit, en ég er að nota PS CS2 og ég veit að Hanna er búin að prufa að gera þetta í PS 7 og þar virkaði þetta fínt ;-)

Byrjið á að opna skjal í þeirri stærð sem hentar...ég er bara með sjálfstillt á 15x15 cm og hvítan bakgrunn. Byrjið á að búa til nýjan leyer. Síðan veljið þið Marque tool sem er við hliðinni á örinni, í horninu efst. Það er hægt að velja bæði hring og ferning...veljið það sem þið viljið, búið til form sem þið viljið með því að draga músina eftir "blaðinu" farið síðan í edit>stroke og veljið þá breidd á línu sem hentar...ég er að nota 3pt yfirleitt... Búið því næst til nýjan leyer fyrir hvert form sem þið teiknið, það er auðveldara vegna þess að það er bæði léttara að stroka út óþarfa línur og færa formin til eftirá. Þegar þið eruð ánægð með skissuna þá veljið þið flatten image í leyers og þá getið þið vistað þetta sem jpeg skjal...

Vona að þetta hjálpi ykkur af stað, nú ef ekki, setjið þá meldingu hér ;-)

Enn ein...

...skissa! Það er alveg rosalega skemmtilegt að búa til þessar skissur! Ég hefði aldrei trúað því hvað þetta er gaman! æ er ég farin að hljóma eins og gömul og rispuð plata? LOLOL

mánudagur, maí 21, 2007

Hætt að skrappa!

nei, kanski ekki alveg...en ég er alveg að missa mig í þessari skissugerð!! ég ætla að skella inn leiðbeiningum um hvernig á að búa þetta til um leið og ég hef tíma til! Var að klára þessa, en þetta er skissa sem ég var búin að gera í höndunum og vann snuddustelpu síðuna eftir...

Ef þið notið skissurnar, þá væri gaman að fá að sjá það sem þið gerið ;-)

sunnudagur, maí 20, 2007

Önnur skissa

Já ég er orðin skissu óð! Nú tók ég gamla skissu sem ég var búin að gera með blýjant og búa til síðu úr fyrir töluverðu síðan og breytti henni í tölvuskissu ;-) Hún er ekki alveg eins og upprunalega útgáfan, en hey! ég er enn að læra þetta! LOLOL

laugardagur, maí 19, 2007

Skissa skissa!!

Þetta er gaman!! Nú tók ég síðu sem ég gerði og bjó til skissu út frá henni. Það er nefnilega rosalega auðvelt að búa til flottar skissur út frá flottum síðum ;-)

Einföld skissa

Ég er loksins búin að finna út hvernig á að búa til skissur í PS og ómæ hvað það er nú skítlétt!! - þegar maður veit hvaða fídusa á að nota LOLOL ;-) Ég gerði semsagt eina ofureinfalda skissu í kvöld...hef ekki úthald í að hafa hana flókna - er búin að eyða of miklum tíma í tölvunni í kvöld (O_O)

fimmtudagur, maí 17, 2007

ScrapGoods

Ég fékk loksins SG kittið mitt í gær...hafði nú engann tíma til að skoða það þar sem ég var svo lengi í Reykjavík, fór nefnilega að sjá The Secret og hlustaði á fyrirlestur á eftir - Það var alveg ótrúlega magnað! Mæli með því ef þið eruð ekki búin að sjá þessa mynd að gera það!

En aftur að kittunu...Ég get ekki sagt að það lendi í uppáhalds flokknum! Pappírinn er frá My Minds Eye og aðallitirnir eru fjólublár og grænn...sem sagt pastel. Úff pastellitir eru ekki mjög flottir að mínu mati og fjólublár er ALLS EKKI minn litur LOLOL - ætli þetta séu ekki leifar af pastel/fjólubláa/græna tímabilinu sem ég gekk í gegn um með Andra þegar hann var lítill!! LOL Ég ætla allavega að athuga hvort ég eigi ekki einhverjar myndir af honum litlum einmitt í þessum litum...því drengurinn var varla í öðrum litum LOLOL

Tæknin þennan mánuðinn í SG (sem er tækni miðaður klúbbur) er að skrifa falið journal eða journal sem er ekki endilega augljóst. Það er nokkuð sniðugt og hægt er að finna ýmis ókeypis tól á netinu til að skrifa falið journal. Til dæmis er þessi síða sem býr til svona orðaleit. Þá skrifar maður orðin sem maður vill fela og forritið sér um restina. Síðan er önnur síða sem býr til journal sem er formað, til dæmis eins og blóm eða eitthvað svoleiðs. Nú er ég ekki búin að prufa þetta sjálf, en ég vona að tenglarnir virki ;-) Báðar þessar síður bjóða upp á þetta án þess að nokkru sé downloadað.

Góða skemmtun!

miðvikudagur, maí 16, 2007

Þotualbúm

Ég er á fullu að vinna í Þotualbúmunum, sem er svona "round robin" hjá okkur á þotuspjallinu. Það vikar þannig að þær sem eru með búa til albúm sem við hinar skröppum í síður um okkur sjálfar með upplýsingum um heimilisfang, síma og svoleiðs... Mjög sniðugt og skemmtilegt! Hér er semsagt enn ein síðan sem ég geri um mig...Hún er nú eitthvað misheppnuð greyið...Dymóið átti ekki að fara inn á myndina...og síðan kláraðist það áður en ég var búin að skrifa allt sem ég ætlaði!! LOLOL ææ það verður bara að hafa það...

þriðjudagur, maí 15, 2007

Skrappnetrit

Já, mér leiðist pínu í vinnunni (O_O) og það sést að ég er með hugann annarsstaðar!! Ég rakst á þetta sniðuga skrapp-net-rit áðan (vá hvað þetta er óþjált orð!!)...Langaði bara að láta ykkur vita af því ;-) Margar sniðugar hugmyndir þarna, ókeypis áskrift og fyrir ykkur digi stelpur þá er hægt að downloada ókeypis kittum þarna.

Setti líka inn link á Scrapperlicious Hún gerir alveg sjúklega flottar síður og kíkið endilega í tips and tricks dálkinn hjá henni, þar er margt sniðugt!

Jæja, best að fara að vinna eitthvað hér !!!

Athyglissjúk?

Nei ekki ÉG!! LOLOL ok jú ég skal alveg viðurkenna það, þegar kemur að skrappinu þá hef ég mjög gaman af því að sýna það ;-) En það er auðvitað ekki alveg sama hvar það birtist...sumt finnst mér merkilegra en annað... Til dæmis finnst mér mjög gaman þegar skrappframleiðendur birta síðu eftir mig, eins og til dæmis BasicGrey nú eða Prima blómaframleiðandinn. Nú eru þessir tveir framleiðendur báðir búinir að birta nýjustu síðuna mína í galleríinu sínu og finnst mér það rosalega gaman ;-) Þetta er í fyrsta sinn sem ég sendi síðu í Prima og kanski birta þeir allar síður sem þeim berast, veit það bara ekki, en ég er bara mjög ánægð með þetta ;-)

Ég er sem sagt athyglissjúkur montrass LOLOLOL


mánudagur, maí 14, 2007

Blómarós

Anja er búin að vera veik um helgina og er enn ekki orðin hress. Hún er með hálsbólgu en orðin hitalaus. Sýklalyfin fara hins vegar svo svakalega illa´i magann á henni að hún er með rennandi niðurgang og er því heima eins og er...

Við mæðgur ákvöðum að skrappa smá áðan, hún er rosalega áhugasöm og efnileg og skrappaði myndir af sér og Ástrós vinkonu sínni. Ég skrappaði mynd sem tekin var á Tenerife síðastliðið sumar.

miðvikudagur, maí 09, 2007

Kortin mín ;-)

Hér eru kortin sem ég gerði hjá Rós á mánudaginn





Æðisleg afmælisgjöf!!


Haldiði ekki að hún Barbara hafi gefið mér fyrirfram afmælisgjöf!! Já ég veit, það eru enn nokkrir dagar í afmælið mitt LOL og þetta var þannig innpakkað að ég varð að opna strax (O_O) LOL (ég meina hver bíður í marga mánuði með að opna pakka!! ) Þetta voru svoooo fallegir stimplar! Ég var búin að reyna að kaupa þá á ebay...en hafði ekki tekist (örugglega af því Barbara var búin að ákveða að gefa mér þá LOL). Þetta er stimplasett frá StampinUp sem er einungis hægt að fá sem gestgjafagjöf.

Ég fór svo til Rósar á mánudagskvöldið og skrappaði með henni og Ingu, vinkonu hennar og það var rosalega gaman! Gerði slatta af kortun með nýju fínu stimplunum mínum (og Rós á sko enga svoleiðs LOL) en tölvan er enþá biluð og ég finn ekki myndavélina til að taka mynd....Var að reyna að taka mynd með gemsanum og senda í tölvuna..en það gekk ekki heldur...

Annars fengum við tölvuna heim í gær...átti að vera komin í lag...en ég var nú ekki búin að vera lengi í henni og dást að því hvað hún væri orðin hröð og fín þegar hún drap á sér...(O_O)...ræsti sig svo upp aftur...og drap aftur á sér áður en hún var búin að klára...arggggg...ég þoli ekki að vera svona tölvulaus!!! Er enþá með fartölvu úr skólanum, eins gott...annars mundi ég bilast!

Allavega, verð bara að láta mér nægja að tala um skrapp hér, reyni að setja inn myndir um leið og Andri kemur heim með myndavélina ;-)

föstudagur, maí 04, 2007

Bloggáskrift

Mér finnst alltaf svo gott að geta fylgst með þegar fólk bloggar og ég er áskrifandi af nokkrum bloggum. Það virkar þannig að ég fæ tilkynningu í tölvupósti þegar viðkomandi bloggar. Þannig missi ég aldrei af neinu! LOLOL

Ég prufaði að vera með svona emeil kerfi um daginn, en það datt út þegar ég skipti um template og ég fann ekki út úr því hvernig ég ætti að setja það inn aftur. Nú er ég aftur komin með blogger template og þá er ekkert mál að setja þetta inn. Ef þið viljið fylgjast með þegar ég blogga, þá skráið þið meilið ykkar hér til hliðar ;-)

Ég er annars enn í tölvuvandræðum, druslan slekkur á sér af eigin geðþótta, stundum á 5 mín. fresti og stundum á nokkra klst. fresti... Hef ekki humynd um hvað er að, þetta er sem sagt 'nýr' turn sem við fengum um daginn þegar skjákortið hrundi á hinum *dæs* Gunni fer með hana í viðgerð í dag, það á að gera eina tilraun til að laga þetta, annars verður bara keypt ný! Oh hvað ég hlakka til að fá tölvu sem virkar, hvort sem það er gömul eða ný! Bíð spennt eftir að geta sótt mér nýja photoshopið!

miðvikudagur, maí 02, 2007

Berrassað krútt

Já ég held áfram að nota eitthvað gamalt úr skápnum mínum! Að þessu sinni eru það gamlar myndir af Andra, sennilega síðan hann var 3gja ára og þessi eldgamli BasicGrey pappír - úr línu sem ég keypti fyrir margt löngu en fékk svo svakalegt ógeð á því það voru bókstaflega allir að nota hann!! Núna er hann out og þá er hann fínn fyrir mig (hvernig var ekki með munsturskærin??)

Veiðifélagar

Skrappandinn kom loksins yfir mig eldsnemma í morgun! Vaknað við hamaganginn í Gunna þar sem hann var að bíða eftir því að fara í símaviðtal í útvarpið og þá var ekki aftur snúið í draumalandið ;-) Þegar feðginin voru farin tíndi ég fram allt skrappið og fann mér þessar fínu myndir af þeim félögum Andra og Guðna. Ég var svolítið lengi að finna pappír sem ég var sátt við og líka vesenaðist ég heillengi með uppröðun á þessu en ég ákvað á endanum að styðjast við síðu sem ég sá á Scrapbook.com

Ég er bara nokkuð sátt við útkomuna, ég fór algerlega offörum með rubon á hana, finnst núna að ég þurfi að klára þetta drasl sem ég á.....svo ég geti keypt meira!!! LOLOL