þriðjudagur, júlí 31, 2007

Myndir frá Danmörku

Ef ykkur langar að sjá myndir frá Danmörku, smellið þá á myndirnar og þið komist inn í myndaalbúmið mitt :-)

2007-07-24 24.juli


2007-07-27 þýskaland


2007-07-28 Þýskaland


2007-07-29 sommerland syd


2007-07-31 í kolding

mánudagur, júlí 30, 2007

'OMÆGOD!!!!!

Ég fór "aðeins" í Pappírsmuseet með Helgu áðan og ómægod hvað það er margt flott þar!!! Ég keypti sænska skrappblaðið, 2 eintök..........en fjúff hvað það var erfitt að halda að sér höndum þarna!! Mikið verður nú gaman að fara með stelpurnar þangað!!!

blogga meira seinna, er að fara í búðir...

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Komin til Sönderborg

Já þá erum við komin til Sönderborgar, þar sem við munum búa næstu 2 árin ;-)

Kíkti á hana Evu vinkonu mína sem er því miður að flytja, en þar sem hún er að fara í minna húsnæði þá fæ ég helling af húsgögnum hjá henni...Meðal annars stórt borðstofuborð sem er fullkomið skrappborð!!! Pælið í því! það er það fyrsta og síðasta sem ég hugsa um!!! billun!! En Barbara mín og þið hinar...........það verður auðvelt að skrappa hjá mér!!!

Ætlaði bara að láta ykkur vita af okkur...........ef einhver nennir að lesa þetta blogg ;-) Förum til Þýskalands á morgun og veit ekki hversu sunnarlega við förum eða hversu lengi við verðum ;-) Bless í bili...

mánudagur, júlí 23, 2007

Danmörk - here we come!!

Já þá erum við að fara að leggja í hann!! ómæ þetta er að skella á!!

Ég er ekki alveg viss um hvað mér finnst! ég meina hlutirnir hafa verið að gerast svo hratt undanfarnar vikur að ég er ekki alveg að ná þessu (O_O)

Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að taka með mér.....annað en skrapp!! LOL! En þetta reddast alveg örugglega alltsaman!

Við verðum sennilega á ferðinni næstu 2 vikurnar, og ég veit ekki hvort við verðum í netsambandi.....úff...........en amk þá mum ég ekkert skrappa!! LOLOL

Bless í bili ;-)

laugardagur, júlí 21, 2007

1. síðan

Já það eru komin mörg ár síðan þessi var skröppuð!! Það var annaðhvort 2002 eða 03, man það ekki lengur en ég var alveg óratíma að gera hana og ómæ hvað það var erfitt að skera alla bútana með bútasaumsgræjunum mínum LOLOL Þessi síða er svosem ekkert slæm miðað við margar aðrar sem fylgdu í kjölfarið, en ég datt sem betur fer aldrei í munsturskærin-fyrr en á þessu ári (O_O)



Síðan var ég að gera gjöf í leynivinaleiknum sem ég er í á SG...ég klæddi stafi sem ég keypti í Skólavörubúðinni með chatterboxpappír...Þetta er eitthvað sem leynivinurinn var búin að óska sér og ég vona að hún verði ánægð með þetta ;-)

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Skrapp...í Reykjavík ;-)

Já ég skrapp til Reykjavíkur í dag til að útrétta ýmislegt áður en ég fer út...en fyrst og fremst til að hitta hana Ölmu vinkonu mína.....oh það er alltaf svooo gaman að hittast....verst hvað við gerum lítið af því!!! Spjölluðum helling og hlógum helling líka!! Eins gott að ég verð með íslendkt númer úti svo við getum amk talað í nokkra tíma!!

Síðan skrapp ég í Fjarðarskrapp - eða okurbúlluna eins og ég kalla hana þessa dagana...því ég er á hausnum eftir 2 síðustu heimsóknir þar....samt keypti ég næstum ekkert!!!!! (O_O) Þær VERÐA að endurskoða verðskrána hjá sér!!! ég meina selja eitt f*** skrappblað á rétt undir 4000 kr sem kostar tæpan $15 úti!!! Hvaða rök eru fyrir þeirri verðlagningu? Ekki er hár vsk á þessum blöðum eins og hinu föndrinu??? Og blek sem kostar úti innan við $10 á 1590 kr......Þetta heitir að taka fólk í ósmurt r***gatið!! Mér finnst þetta svooo mikil móðgun við viðskiptavini að ég bara get ekki hugsað þetta lengur...nú bara slengi ég þessu út úr mér...og það verður bara að hafa það þó ég móðgi einhvern.... Svo er fólk hissa á að maður panti áfram á netinu (O_O) Nei þetta gengur ekki!

fjúff.....nú til að ná mér niður fór ég í heimsókn til Barböru....aðallega til að sækja stimpla sem ég átti hjá henni, en líka að taka hana í læri í digiskrappi. Við skemmtum okkur vel við tölvuna í eina 3 tíma!! LOLOL og afraksturinn hjá Barbí var mjög flottur! - sem þýðir auðvitað að ég er góður kennari LOLOLOLOLOLOL

Jæja ætla að fara í ból núna með blöðin sem Barbí lánaði mér.....Góða nótt!!

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Anja - alltaf svo glöð

Ég er alltaf að æfa mig í digi skrappi og ein leið sem ég nota er að stæla síður sem mér finnst flottar. Ég fann síðu á netinu um daginn sem ég féll algerlega fyrir og ég ákvað að reyna að gera síðu sem væri eins, eða rosalega lík.

Hér er afraksturinn:


Þetta var töluverður hausverkur!! Það eru svo margir hlutir á þessari síðu og ýmislegt sem ég kunni ekki að gera, en kann núna...eins og rauði ramminn undir myndinni ;-) ég er bara svakalega ánægð með útkomuna, en hér er frummyndin sem er eftir þessa konu

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Ströndin

Ég kem mér ekki í neitt nema að skrappa!...að vísu er ég pínu að njóta "síðustu skrappaugnablikana" sem sagt, Anja hættir á leikskólanum á föstudag og það er sko ekki hægt að skrappa neitt með hana vakandi!! LOL Ég á semsagt ekki von á að fá mikinn frið í DK til að skrappa :-(

En ég er búin að vera með þessa síðu í maganum svolitinn tíma. Þetta er skraflift af síðu sem ég sá einhverstaðar á netinu, en ég man alls ekki lengur hvar...Sennilega þó í BG galleríinu...

Myndirnar tók ég í fyrradag á Langasandi, en við skruppum þangað með Selmu, Jóa og börnum. Anja og Sólrún María fóru að vaða og sulla í og kipptu sér ekkert upp við að það væri kaldur sjórinn!

mánudagur, júlí 09, 2007

Krummi og Donna

Ég er búin að vera að vandræðast með þessa mynd lengi en var ekki búin að finna pappírinn sem mig langaði að nota með henni fyrr en ég datt niður á þennan frá Basic Grey. Mér finnst hann passa myndinni mjög vel! Annars er þetta mynd af Krumma og Donnu, hún var á lóðarí og nú átti að reyna á "karlmennsku" Krumma....Það er skemmst frá því að segja að hann hafði ekki áhuga á henni frekar en hún væri hross!!!!! (O_O) enda Krummi gagndýrhneigður og riðlaðist á köttum ef hann náði þeim! LOLOL

Ég sá síðu eftir hana Barböru í gær sem var svo sjúklega flott að ég ákvað að skrapplifta henni (mamma, það er að herma eftir!! LOL) en ég verð nú að segja að ég fór ansi langt frá hugmyndinni og þegar ég skoða síðuna mína þá er hún eins og ég hafi sett saman 3 skissur sem ég var búin að gera og að auki stuðst við LOið hennar Barböru! Já svona getur maður ráfað af leið í skrappinu!


Annars eru bara 14 dagar þar til við förum út og ég kem mér ekki í að pakka!! (O_O) hvað er í gangi???

sunnudagur, júlí 08, 2007

Vinkonur

Hér er síða sem ég gerði með myndum af Önju og Emblu vinkonu hennar. Þær eru algerlega óaðskiljanlegar!! Við fórum á 17. júní skemmtun og það var ekki við það komið að Anja fengist til að sitja hjá okkur gömlu hjónumum á meðan! Hún vildi bara vera hjá Emblu sinni!!

Þessi síða er gerð úr nýja Augumn leaves pappírnum sem ég er algerlega ástfangin af! Hún lenti í smá hremmingum því hún Sirrý vinkona mín sullaði smá kaffi yfir hana!! LOLOL (O_O) Ég tók þessu auðvitað eins og sannur listamaður, sullaði meira kaffi á hana til að hafa þetta nú jafnt sull! Þetta fór nefnilega á hvíta hlutann LOL Síðan skellti ég blómi yfir versta blettinn ;-) Gunni hafði á orði að ég hefði ekki brugðist svona jákvætt við ef hann hefði gert þetta!! LOL

Hér er allavega síðan, og ég er bara sátt við hana LOLOL

Pulsa er góð!

Eða það finnst Önju allavegana, en ekki mér LOL Þessar myndir tók ég af henni á leikskólanum hennar þegar foreldrafélagið var með grill og skemmtun. Þær eru teknar á Gemsann minn! ótrúlegt en satt! ég er svooo glöð að það sé hægt að prenta út myndir úr símanum og skrappa! Þær þola að vísu ekki stækkun, en hey! þær voru sko ekki í prentgæðum í hinum gemsanum mínum! Pappírinn er síðan gjöf frá leynivinkonu minni á SG...Hún sendi mér fullan kassa af góðgæti, pappír, bæði bazzill bling (heilan pakka af því!) og síðan munstraðan, Primablóm, MM brads 3 gerðir og borða!! ótrúleg alveg!! Ég hlakka svo til að fá að vita hver þetta er, en ég hef ekki grun!

laugardagur, júlí 07, 2007

Skrappmaraþon

Hér er aldeilis búið að skrappa! Linda vinkona kom í gær og skröppuðum við smá...bara til kl 2. Síðan byrjuðum við snemma í kvöld, þegar við vorum búnar að svæfa litlu skæruliðana og erum enn að! Er bara í smá pásu að kíkja á fréttirnar á netinu núna ;-) Gerði 1 síðu í gær og aöra í kvöld ásamt því að klára að prenta út og ganga frá uppskriftarswappinu sem ég er í....40 stykki (O_O) Ætla ekki að taka þátt í fleiri swöppum á næstunni!!!! Þetta er too much!!

Hér er svo síðan sem ég gerði í kvöld....á eftir að skrifa journal á hinni síðunni og tek mynd þegar ég er búin.

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Kát

Ég skrapp í Föndurstofuna í dag að kaupa smá pappír sem ég hafði ekki ætlað að kaupa fyrr en ég færi út......þar sem það er nú ekki beint gáfulegt að flytja helling af pappír til útlanda!! LOLOL en ég gat bara ekki hætt að hugsa um þennan pappír og var búin að sjá þetta leyout fyrir mér í huganum.....svo ég keypti bara smá... ;-)

Boltinn rúllar!

Já það er ýmislegt að gerast í skrappinu ;-) Ég er að vísu ekki búin að skrappa neitt síðan í síðustu viku, sem er alveg skelfilegt þar sem ég var að kaupa fullt af skrappdóti!! Ég var fyrir norðan á Laugarbakka um helgina, með viðkomu á Sauðárkrók og síðan fór ég vestur í Saurbæ á mánudag til að vinna í Bolla. Það var rosalega gaman, ég var hjá Stínu vinkonu minni...verst að geta ekki stoppað lengur!

Nú fréttirnar eru annars þær að eins og þið vitið þá er ég líka með skissublogg, sem bandarísk vinkona mín heldur úti (sér um að skrifa, birta myndir og svoleiðis)...já og við ákváðum að vera með svona keppnir í gangi mánaðarlega og reyna að fá einhver fyrirtæki til að gefa vinninga... Það tókst!! og er Scrapgoods klúbburinn þeir fyrstu sem gefa vinning, og hann ekkert slor! Þær gefa júlíkittið sem er að verðmæti $60!!! Mér finnst þetta alveg frábært! og eiginlega ótrúlegt! Við erum búnar að fá fleiri sponsora fyrir komandi keppnir, en ég ætla ekki að gefa þá upp strax, þið verðið bara að fylgjast með á Gettin' Sketchy!!

Nú til að vera með í keppninni þá þurfið þið að skrappa eftir þessari skissu, setja síðuna ykkar á netið og setja link á hana í comments fyrir neðan skissuna! Mjög einfalt og til mikils að vinna!