sunnudagur, apríl 13, 2008

Mæðgur

Þetta er mynd sem Anja tók af okkur. Hún var mjög einbeitt og stýrði hausnum á mér í þá stellingu sem hún vildi LOL

Kittið sem ég nota í þessa síðu er frá Kay Miller og heitir All Organic. Síðan er ég með chipboard stafi sem hún Hannakj bjó til og gaf mér (Takk Takk Hanna mér finnst þeir geggjað flottir!!)

Tölvuskrapp

Merkilegt hvað það er hægt að sitja lengi við skjáinn án þess að verða alveg ferkanntaður! Ég vaknaði fyrir kl. 8 í morgun og fór auðvitað strax í tölvuna! Það leið ekki á löngu þar til ég opnaði PhotoShop og Dreamweaver og hófst handa við að hanna Portfolio verkefnið mitt fyrir skólann...ég hafði verið að því í gær líka, og fyrradag og daginn þar áður !!! LOL Ég komst ansi vel áleiðis með þetta en fann samt ekki út hvernig ég ætti að linka þetta saman...leitaði og gúgglaði þar til ég var orðin algerlega grilluð!

Þá ákvað ég (eftir mjög þarfa ábendingu frá Hafdísi) að skrappa bara ef ég finndi hjá mér þörf að opna Photoshop!! Það leið ekki á löngu, því í dag fékk ég í hendurnar svona leiðbeiningar um hvernig ætti að blanda mynd við bakgrunn, en er eitthvað sem mig hefur lengi langað til að prufa...

Hér er svo útkoman ;)

föstudagur, apríl 11, 2008

"Endurbætur"

ég er búin að vera að læra í allan dag.......með Önjuskottið í kring um mig...og hún var orðin ansi pirruð á þessu athygglileysi sem hún fékk frá mér.... svo hún ákvað bara að skrappa... Ekkert mál, allt skrappið á borðinu síðan við vorum að skrappa síðast mæðgur og hún fer að lita primablóm með vaxlitum... Valdi sér fölgult blóm sem hún notaði rauðan, bláan og grænan lit á...síðan sýndi hún mér og spurðí hvora hliðina mér findist að hún ætti að nota....ég benti á þá sem mér fannst flottari... Stuttu seinna kemur hún með síðasta LOið sem ég gerði....örlítið endurbætt!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hún hafði skellt á það blóminu flotta við endann á titlinum, bætt pappír á það nú og kvittað undir með nafninu sínu!!! Takið eftir að hún skrifar afturábak! LOL GARG hún er ótrúleg!!!!!!!!! LOLOLOLOLOLOLOLOLOLOL

mánudagur, apríl 07, 2008

Nú er ég í stuði!

Já ég hef ekki komist í svona skrappstuð síðan ég flutti!! Ég var að klára enn eina síðu og er komin með aðra í kollinn.......en ég hef ekki tíma til að skrappa meir í bili, þarf að einbeita mér að skólanum ;)

Þetta eru myndir sem ég tók af Önju einn daginn þegar hún hafði verið að snyrta sig...hún er sko alger meikdolla!! nema hún á bara varaliti og ekkert annað......og þá eru þeir bara notaðir þar sem maður vill! LOL

Pappírinn í þessari síðu er bazzill bling í grunninn, munstraði pp er frá FP og síðan missti ég mig í FP stimplum á síðuna ;) Það er svona þegar maður hefur ekki snert þetta lengi þá tapar maður sér alveg! LOLVerið nú dugleg að kvitta!!

önnur síða í dag!

Já ég er bara búin að vera í stuði í dag....búin með 2 síður, sem blikna þó við hliðina á afköst dótturinnar sem kláraði 3 á mettíma! Hún var ákaflega ánægð með síðurnar sínar því hún hafði keypt sér pappír og skraut í Skröppu um daginn þegar við vorum á Íslandi ;)

Ég keypti líka pappír þar, þennan BG pp sem er "nýr" fyrir mér þar sem það er svo ótrúlega langt síðan ég skrappaði en men hvað það er erfitt að hafa verið í svona löngu fríi!! Ég er ekki alveg viss um hvað mér finnst um þessa síðu...jú hún er svona lala....rennur of mikið saman, myndirnar ekki að virka eins og ég vildi og svoleiðis en ók maður getur ekki verið 100% ánægður með allt sem maður gerir svo ég læt hana bara flakka hér!!

sunnudagur, apríl 06, 2008

Loksins skrappað!!

Já ég ákvað að nú væri sko fyrir lööööngu komin tímí á að skrappa! Það var svo skemmtileg áskorun sem Begga setti á Scrapbook.is bloggið að ég ákvað að athuga hvort ég kæmist í einhvern gír. Það er sko meir en að segja það að skrappa eftir svona langt hlé! Ég tel gestabókina ekki vera svona venjulegt skrapp ;)

Áskorunin hennar Beggu var þannig að maður átti að nota amk 75 skraut á síðuna. Ég var með:
14 bling
2 stimpla
7 chipboard í titil
11 doppur í blómunum
penna til að strika umhverfis mynd og pp
31 blóm

Nú þegar ég tel þetta saman þá er ég bara með 66!!!!!!!!!! En hvað um það ;) ég náði ekki að vera með í áskorunninni því skilafresturinn var útrunninn en þetta var gaman engu að síður og síðan losnaði maður við helling af blómum sem maður á alveg yfirgengilega mikið af LOLOL

Hér er allavega afraksturinn!


og hér er nærmynd af skrautinu