Ég hélt að ég ætti ekki annað eftir, en þar kom að því að ég stóðst ekki mátið og ákvað að skrá mitt eigið blogg! Þetta eiga nú helst að vera vangaveltur um áhugamálið, skrapp og tengt efni en stundum mun ég örugglega fara hressilega út fyrir efnið, missa mig í umræður um kjaramál kennara eða fleira skemmtilegt!
Ég var annars að skrappa í dag. Kláraði 6 uppskriftir sem ég er að gera fyrir swapp sem ég er að taka þátt í og síðan eina síðu sem ég er bara mjög ánægð með. Ég var lengi búin að vera að vandræðast með þessa mynd af Önju, hún er í svo skrýtnum litum að það er erfitt að finna pappír sem passa henni, en það tókst og þetta er útkoman.
1 ummæli:
Vjúhú! Til hamingju með bloggið. Og flott mynd, litirnir passa alveg saman!
Skrifa ummæli