Nú er maður bara á meðal frægra!.........Nei ég er ekki að tala um viðtalið við mig í Fréttablaðinu í dag, heldur var ein síðan mín samþykkt inn í BasicGrey galleríið ;-) Það finnst mér mikill heiður og ég er bara mjög montin af mér! Það er gaman að þessu, mér datt í hug að senda inn síðu þar sem Barbara hafði komist í gegn um nálaraugað hjá þeim bara í gær með tvær svakalega flottar síður, en ég hef nokkrum sinnum sent þeim síður án árangurs.
Annars var ég að skrappa síðu í Þotualbúmið hennar Barböru.....mér skilst að það sé blátt bann við að sýna það strax...þannig að ég ætla bara að tala um hana LOLOL Þetta Þotualbúm er nokkurskonar swapp sem við erum að gera, búum til minialbúm sem hver og ein gerir síðan síðu í með upplýsingum um sig, eins og heimilisfang, síma og svoleiðis. Ég er enn ekki búin að gera albúm fyrir mig, en byrjaði á því í dag og mun klára það eftir helgi.
Jæja, góða helgi, erum að renna af stað í sumarbústað í "sumarblíðunni"!
14 ummæli:
Til hamingju með þetta! Rosalega eru margar flottar síður þarna inni. Þetta er greinilega rjóminn í skrappi. Mér finnst æðilseg síðan sem heitir queen b, með brúðarmyndunum. Ferlega skemmtileg.
Góða skemmtun í sumarbústað.
ég meina sko æðiSLeg... hikk...
queen b... það bara hlýtur að vera ég! ;) hohooo...
Ég hlakka þvílíkt til að sjá síðuna hjá þér Þórunn.... get eiginlega bara ekki beðið :D
Flott hjá þér að komast inn í BG! Ekki allir sem fá aðgang þangað...
Haltu áfram að senda.. ég sendi skoppu og skrítlu síðuna eftir smá "push" frá þér ;) og volá... ég á núna 5 síður þarna inni!
Ísl.. skrapppæjurnar eru bara að yfirtaka svæðið þarna ;)
En það kemur mér nú ekki á óvart að þú fáir þína þarna inn.. þú ert svo ógggggislega klár í þessu :D
hehe já það ert þú! enda ógó flott!! Já við erum sko flottar saman og Magga líka! Ég man ekki eftir að hafa séð síður eftir svona marga íslenska hönnuði áður!! ;-)
Bla bla bla...
Enga öfung góði!!!
Innilega til hamingju með síðuna þína hjá BG!! Hlakka til að sjá fleiri síður fljótlega.
Innilega til hamingju með síðuna þína hjá BG!! Hlakka til að sjá fleiri síður fljótlega.
Öfung? Þórunn, er það ekki eitthvað tengt kynhverfu?
Geggjað með BG...já við erum sko flottastar.;)
Minns er bara smá fúll að hin síðan mín sem ég átti þarna er dottin út...en það þarf víst að koma fleirum að...hohoho! :D
Rosa flottar síður hjá þér og til hamingju með að komast með síðu inn hjá BG :) ...ég sendi einusinni síðu en hún fór ekki inn...ég á eftir að reyna aftur :)
Ég var að gera mér svona blogg og krækti á þig...vona að það sé í lagi ;)
Takk takk! Endilega sendu aftur inn Bryndís, ég var búin að senda inn nokkrum sinnum áður án árangurs ;-)
Auðvitað máttu krækja á mig, ég set krækju á þig hér
Til hamingju með að komast í BasicGrey gallerýið. Ég býð spennt eftir skrappblaði Þórunnar:-)
Kv.
Sigrún
úlala ekki smá gaman, innilegar til hamingju með það, enda áttu vel heima meðal hönnuðana þar.
kv. Begga
Skrifa ummæli