miðvikudagur, apríl 11, 2007

Blómálfur

Gleðilega páska! Við skruppum norður um páskana, vorum í góðu yfirlæti til skiptis hjá mömmu og Sirrý vinkonu minni og það var bara geggjað gaman! Ég hélt lítið skrappnámskeið annan í páskum þar sem saman komu skemmtilegar konur og ég kenndi þeim að búa til pokaalbúm - og smitaði vonandi flestar af skrappbakteríunni! Það var alveg ofsalega gaman og verður vonandi endurtekið síðar.

Annars er síðasti DesignTeam mánuðurinn minn hjá SG núna. Ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig hvort ég sæki um að komast aftur að hjá þeim - en líklega verður það niðurstaðan, þetta er svo ferlega gaman! Í tilefni af þessu fékk ég kittið mitt extra snemma en vegna hátíðanna þá hef ég lítið komist í að leika mér með það....aðeins þó, ég er búin að gera eina síðu með þessari ævintýramynd sem ég gerði af Önju um daginn. Mér fannst litirnir í myndinni vera alveg fínir í þetta kitt!

9 ummæli:

Gíslína sagði...

flott síða og myndin auðvitað æðisleg.
Get eiginlega lofað þér að næstu kitt frá SG verða trúleg öll flott þar sem ég er búin að segja upp áskriftinni :ö(

Þórunn sagði...

LOL það er sko alveg pottþétt!! enda tími ég ekki að hætta!

Sandra sagði...

Æðislega falleg :) flott myndin af önju! Hvaða pappír er þetta??

hannakj sagði...

Frábært að þið áttu góða páskafrí. Myndin af Önju er geggjuð! Þessi síða er ótrúlega flott. Spyr eins og Sandra, hvaðan er pp ?

Þórunn sagði...

Takk stelpur! Þetta er Scrapworks Florabella pappír ásamt bazzill ;-)

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta er falleg síða, pappírinn er ekkert smá flottur og passar vel við myndina eins og þú segir.

ákvað að kvitta fyrir innlitið.
kv. ellen

Bryndís H. sagði...

Mjög flott þessi og myndin æðislega sæt :)

Sigrún sagði...

FLott síða og skemmtilega uppsett. Gaman að sjá svona Anne Geddes stíl eða það datt mér fyrst í hug þegar ég sá blómálfinn.

Kveðja
Sigrún

Sonja sagði...

ógó flott síða hjá þér og myndin af Önju er bara æðisleg