laugardagur, júní 02, 2007

Ameríst blogg...

Já þá er maður orðin frægur!.......allavega pínu LOLOL Djók!!

Þannig er að ég er náttúrulega athyglissjúk þegar kemur að skrappi og skissum og ég fæ bara ekki nóg af því að sýna mig og mitt...og þegar kona nokkur hafði samband við mig á ScrapGoods og spurði hvort ég hefði áhuga á að vera með Ameríst blogg sem hún mundi sjá um þar sem hún kæmi skissunum mínum á framfæri...þá ákvað ég auðvitað að slá til..ég meina hvernig verð ég annars fræg?

Því er komið nýtt blogg með skissunum mínum sem þið getið séð hér Gettin Sketchy...og það er eingöngu á ensku...ég er auðvitað mjög glöð með þetta! Meiningin er að standa fyrir áskorunum og keppnum alskyns - en það mun koma í ljós hvernig þetta verður allt! Ef þið eruð búin að gera síður eftir skissunum mínum þá endilega sendið mér þær ef þið viljið fá þær birtar á blogginu ;-)

Ég var síðan að gera nýja skissu áðan...fékk innblástur af einhverju motorsport logoi..en hey..eigum við ekki að nota allt til að fá hugmyndir!! LOL

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

auðvitað að grípa tækifæri til að verða fræg ;) skissurnar eru æðislegar og gaman að sjá skissur eftir þig út um allt hjá þessum amerísku :)

Kveðja Eyrún

Guðrún sagði...

Mér finnst þetta mjög cool :-) flott skissan

hannakj sagði...

til lukku með þetta. svo gaman að þessu!