Já þá er ég búin með FJÓLUBLÁA síðu!!! Mér finnst fjólublár ótrúlega ljótur litur og nota ekki svoleiðis pappír, en þegar ég sá þennan sem var í síðasta SG kitti þá ákvað ég að taka áskorun Rósar um að nota draslið og gerði það! Hinn pappírinn í kittinu finnst mér æðislega flottur, en ekki þessi hryllilega fjólublái!
Ég er ekki búin að ákveða hvað mér finnst um þessa síðu...finnst hún eiginlega ljót..en hvort það sé vegna þess að hún er ljót eða hvort litirnir í henni eru að pirra mig veit ég ekki....þarf að melta hana lengi!
4 ummæli:
Það er allavega á hreinu að síðan er ekki ljót ;) Svo líklega eru það litirnir sem eru að pirra þig.. þótt þeir pirri mig ekki neitt ;)
æðislega falleg síða :)
Veistu hvað! Ég tók ekki eftir að síðan væri fjólublá fyrr en þú skrifaðir um það. þessi síða er ótrúlega flott og yndislegar myndir!!! Gaman að sjá þig að skrappa pp síðu. Hinar digi síður eru geðveikt!!! Láttu þér batna!
Hú er flott og sérstaklega litirnir ;).... Nema þá kannski helst þessi græni hahahahhahahah nei grín hún er mjög falleg þessi síða. Kveðja Rós
Skrifa ummæli