fimmtudagur, júní 28, 2007

Skreytt bók

Ég keypti mér svona "Sarabinder" í Föndurstofunni um daginn.....var búin að leita töluvert að þessu á netinu....alltaf er maður að leita langt yfir skammt!! Þetta var þá til hér heima! Allavega þessar bækur eru þannig að þú kaupir coverið sér og raðar svo inn í hana, líkt of filofax. Ég fékk mér þessa sem passar fyrir geisladiska m.a. og keypti vasa fyrir diska, millispjöld og línustrikuð blöð í hana. Ég ælta síðan að skreyta bæði vasana og millspjöldin, en ég er bara búin með 1 millispjald. Ég notaði 6" blokk af Basic Grey Stella Ruby pappír í þetta.

Þjalirnar fínu komu aldeilis að góðum notum í þetta verkefni!! Ég notaði þær á allan pappírinn, og það var mjög gott að raspa pappírinn niður meðfram kantinum en síðan klæddi ég svona chipboard swirl með pappír og það er ekki hægt annað en að pússa það, allavega finnst mér það ljótt annars! Ég er loksins að komast upp á gott lag með þessi fj"$#"# chipboard sem eru svona fíngerð, trikkið er að nota hníf með snúningsblaði og þá er maður í mjög góðum málum og hefur fullkomna stjórn á því sem maður er að gera...Þvílíkur munur!! Svo er ég auðvitað með gler undir....annað gengur ekki ;-)14 ummæli:

MagZ Mjuka sagði...

geggjað alveg! Hvað á svo að vera í þessu?

Þórunn sagði...

Þetta á að vera "The Secret" bókin mín!

Barbara sagði...

Vá flott hjá þér!
Fallegar hinar síðurnar sem eru á undan! Ég er sko ekki búin að kíkja í smá tíma... Sigló skilurru ;) En allt svaka flott eins og við mátti búast ;)

guðrúne sagði...

þetta er gegggjað, pp er æði

Helga pelga sagði...

vá hvað þetta er flott bók!
Og ein smá ofvirk í skrappinu!

Nafnlaus sagði...

Hvar kaupir þú hugmyndir???????
Mamy!

Þórunn sagði...

ég er með beintengingu á ókeypis aðgang mamma LOLOL

Sara sagði...

mér finnst þetta klikkað flott, ég ætla að gera svona bók... um eitthvað einhvern tíma :)

Helgaj sagði...

Frábær hugmynd og æðisleg bókin hjá þér.

Hulda sagði...

geggjuð! ég hef oft verið að spá í að fá mér svona. Vissirðu að þetta fæst á http://www.paperwishes.com.
Eníveis, ef það hækkar eitthvað ógurlega talan yfir þá sem skoða bloggið þá er það ég að fara fram og til baka, þú ert með svo marga góða skissulinka ;)en þeir opnast ekki í sér glugga hjá mér þegar ég smelli á þá.

Þórunn sagði...

já ég pantaði einmitt þaðan til að gefa í leynivinaleik sem ég er í á SG...ætlaði að panta fyrir mig líka, en nennti ekki að bíða og keypti bara hér heima LOLOL

sigrún sagði...

GLÆSILEG BÓK. Hvað notaðirðu sem grunn þ.e. var þetta bara einhver stílabók?

Kv.
Sigrún

Þórunn sagði...

ja þetta er lítil mappa sem er framleidd sérstaklega til að skreyta með pappír, málningu, bkeki eða einhverju öðru ;-)

hannakj sagði...

Mergjað flott!!!!