fimmtudagur, júní 07, 2007

Smá keppni

Ég ákvað að efna til smá samkeppni á skissublogginu. Kíkið endilega ef þið hafið áhuga ;-) Ég var síðan beðin um að gefa skissu í smá samkeppni á þetta blogg . Þær velja skissuhönnuð einu sinni í viku og á skissan mín að birtast 30. júní. Hún verður sennilega eingöngu birt þar ;-) svo það er um að gera að kíkja ef þið eruð forvitin um hvernig hún lítur út!!

Ég er annars ekkert að skrappa í pappír þessa dagana, eyði óheyrilegum tíma í vinnunni en á morgun er síðasti dagurinn og endar hann með óvissuferð starfsmanna! Ég get náttúrulega ekki beðið, þoli ekki svona óvissuferðir því ég vil auðvitað ekki bíða með að vita eitthvað!! (ekki að ég sé forvitin!!!)

Mikið hlakka ég nú til að geta klárað það sem ég á eftir í vinnunni.......en ég veit samt að ég á eftir að sakna þeirra ferlega!!!

Það var rauðvínsklúbbur hjá okkur í gærkvöldi og ómægod við yngdumst um heil 15 ár!!! Við erum náttúrulega flottasti klúbburinn í skólanum! sá allra-allra-allra hláturmildasti en auðvitað ekki sá drykkfelldasti ;-) Ég tók nokkrar óborganlegar myndir......en þær eru eiginlega ekki skrappvænar.....ja nema mikið blurraðar......þær eru sko eiginlega ekki birtingarhæfar!! LOLOLOLOLOLOL

Annars gerðust undur og stórmerki í dag! Ég ákvað að sleppa SG kittinu, í fyrsta sinn frá því ég gerðist áskrifandi í apríl 2005!! Að vísu hef ég einusinni selt kittið í heild sinni en aldrei áður sent póst um að þetta sé ekki fyrir mig! Litirnir eru ekki mínir, aukapappírinn er horror að mínu mati og ég ætla bara að taka pásu...í mánuð ;-) Ég er alveg viss um að ég sé ekki eftir því...kaupi mér eitthvað flott fyrir peninginn sem þetta mundi kosta!!!! LOLOLOL

Allavega, ekkert nýtt skrapp núna....hver veit nema ég skelli í eina digi eftir Aðþrengdar! (eiginkonur sko!)

Engin ummæli: