Já það er ýmislegt að gerast í skrappinu ;-) Ég er að vísu ekki búin að skrappa neitt síðan í síðustu viku, sem er alveg skelfilegt þar sem ég var að kaupa fullt af skrappdóti!! Ég var fyrir norðan á Laugarbakka um helgina, með viðkomu á Sauðárkrók og síðan fór ég vestur í Saurbæ á mánudag til að vinna í Bolla. Það var rosalega gaman, ég var hjá Stínu vinkonu minni...verst að geta ekki stoppað lengur!
Nú fréttirnar eru annars þær að eins og þið vitið þá er ég líka með skissublogg, sem bandarísk vinkona mín heldur úti (sér um að skrifa, birta myndir og svoleiðis)...já og við ákváðum að vera með svona keppnir í gangi mánaðarlega og reyna að fá einhver fyrirtæki til að gefa vinninga...
Það tókst!! og er
Scrapgoods klúbburinn þeir fyrstu sem gefa vinning, og hann ekkert slor! Þær gefa júlíkittið sem er að verðmæti $60!!! Mér finnst þetta alveg frábært! og eiginlega ótrúlegt! Við erum búnar að fá fleiri sponsora fyrir komandi keppnir, en ég ætla ekki að gefa þá upp strax, þið verðið bara að fylgjast með á
Gettin' Sketchy!!
Nú til að vera með í keppninni þá þurfið þið að skrappa eftir
þessari skissu, setja síðuna ykkar á netið og setja link á hana í comments fyrir neðan skissuna! Mjög einfalt og til mikils að vinna!