fimmtudagur, júlí 26, 2007

Komin til Sönderborg

Já þá erum við komin til Sönderborgar, þar sem við munum búa næstu 2 árin ;-)

Kíkti á hana Evu vinkonu mína sem er því miður að flytja, en þar sem hún er að fara í minna húsnæði þá fæ ég helling af húsgögnum hjá henni...Meðal annars stórt borðstofuborð sem er fullkomið skrappborð!!! Pælið í því! það er það fyrsta og síðasta sem ég hugsa um!!! billun!! En Barbara mín og þið hinar...........það verður auðvelt að skrappa hjá mér!!!

Ætlaði bara að láta ykkur vita af okkur...........ef einhver nennir að lesa þetta blogg ;-) Förum til Þýskalands á morgun og veit ekki hversu sunnarlega við förum eða hversu lengi við verðum ;-) Bless í bili...

7 ummæli:

MagZ Mjuka sagði...

oh en æðislegt að fá borð! Hey, ég ætla að koma líka í heimsókn if I may! :D
Éttla að troðast með Barbs ;)

Barbara Hafey. sagði...

úúú hvað ég hlakka til :D
Er óðum að safna ;) Frábært að þú ert að koma þér upp aðstöðu svona áður en ég renn í hlaðið ;) Á drekanum :D hohohoo!!
Hlakka ÝKT mikið til að koma :D
Taktu svo myndir kona og sýndu slotið með ykkur í því og umhverfið... og mollið... og H&M og og ogo g.... bara allt sem er vert að mynda ;) hehee...

Nafnlaus sagði...

Frábært að þú færð skrappborð :)

Nafnlaus sagði...

Góða ferð til Þýskalands :-) Og til hamingju með skrappborðið.
Kv, Elsa Lára.

Nafnlaus sagði...

HÆ Þórunn

Velkomin til Danmerkur. Þetta á örugglega eftir að vera lærdómsrík og góð 2 ár hjá ykkur.
Ég skrifa meira næst.

Skrappkveðja
Sigrún, sem var að klára eina síðu og er að fara byrja á annarri.

Hanna Dóra sagði...

Kvitt kvitt.
Það er alltaf svo gefandi að kíkja hér inn.
Síðurnar svo flottar.
Ég vona að þið komið til með að hafa það virkilega gott í Danmörku.
Megi gæfa og gott gengi fylgja ykkur.

Nafnlaus sagði...

Gott að allt gekk vel hjá ykkur og vonandi hafið þið það sem best þarna úti :)