Ég er búin að vera að vandræðast með þessa mynd lengi en var ekki búin að finna pappírinn sem mig langaði að nota með henni fyrr en ég datt niður á þennan frá Basic Grey. Mér finnst hann passa myndinni mjög vel! Annars er þetta mynd af Krumma og Donnu, hún var á lóðarí og nú átti að reyna á "karlmennsku" Krumma....Það er skemmst frá því að segja að hann hafði ekki áhuga á henni frekar en hún væri hross!!!!! (O_O) enda Krummi gagndýrhneigður og riðlaðist á köttum ef hann náði þeim! LOLOL
Ég sá síðu eftir hana Barböru í gær sem var svo sjúklega flott að ég ákvað að skrapplifta henni (mamma, það er að herma eftir!! LOL) en ég verð nú að segja að ég fór ansi langt frá hugmyndinni og þegar ég skoða síðuna mína þá er hún eins og ég hafi sett saman 3 skissur sem ég var búin að gera og að auki stuðst við LOið hennar Barböru! Já svona getur maður ráfað af leið í skrappinu!
Annars eru bara 14 dagar þar til við förum út og ég kem mér ekki í að pakka!! (O_O) hvað er í gangi???
5 ummæli:
Ó men! Vá hvað hún er flott!
Ég hreinlega verð að skrapplyfta henni þessari ;) heheee...
Eins og ég viti ekki hvað er að skrapplifta!!!!!!!!!
Flott síða - alveg eins og ég kenndi þér!!!!!!Mamy!
Geggjuð síða! :)
magga
Jeminn hvað síðurnar þínar eru flottar!! Geðveikar!
vá ótrúlega flott!! skemmtileg saga bakvið síðuna. þú ættir að bæta við texta.
Skrifa ummæli