Ég kem mér ekki í neitt nema að skrappa!...að vísu er ég pínu að njóta "síðustu skrappaugnablikana" sem sagt, Anja hættir á leikskólanum á föstudag og það er sko ekki hægt að skrappa neitt með hana vakandi!! LOL Ég á semsagt ekki von á að fá mikinn frið í DK til að skrappa :-(
En ég er búin að vera með þessa síðu í maganum svolitinn tíma. Þetta er skraflift af síðu sem ég sá einhverstaðar á netinu, en ég man alls ekki lengur hvar...Sennilega þó í BG galleríinu...
Myndirnar tók ég í fyrradag á Langasandi, en við skruppum þangað með Selmu, Jóa og börnum. Anja og Sólrún María fóru að vaða og sulla í og kipptu sér ekkert upp við að það væri kaldur sjórinn!
4 ummæli:
geggjað lo og svo skemmtilegar myndir af þeim að leika
Very bjútífúl :D
Verulega flott! Mamy!
truflað flott!!!! þurfum að kikja á Langsand við tækifæri. Svo flott hafa á ská.
Skrifa ummæli