fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Albúmið tilbúið

Já það er nú góð tilfinning að geta sagt að eitthvað albúm sé tilbúið þegar skrapp er annars vegar! En ég kláraði leikskólaalbúmið áðan. Ég var í hellings vandræðum með að finna myndir í þetta og hefði alveg viljað hafa fleiri myndir...en einhverstaðar verður maður nú að stoppa!

Hér eru 3 síður í viðbót ;-) Þetta er áfram bara mjög einfaldar síður, markiðið var jú að reyna að klára þetta sem fyrst svo daman eigi líka albúm eins og hinir krakkarnir...Þetta er sko mikið skoðað!





3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mjög flottar síður hjá þér og það verður gaman hjá skottunni að hafa svona flott albúm :)

Nafnlaus sagði...

Þetta er aldeilis flott hjá þér
Mamy

Nafnlaus sagði...

Vá, þetta er svo fallegt albúm hjá þér. Hér er allt á fullu. Skólasetning á morgun og nóg að gera framundan :-) Kv. Elsa Lára.