miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Bók um mig

Ég er að skrappa ansi skemmtilegt verkefni þessa dagana og væntanlega næstu mánuði alveg fram að áramótum, en það er bók um mig. Við erum nokkrar í þessu, fáum úthlutað verkefnum í hverjum mánuði sem við eigum síðan að leysa. Þau eru mis erfið eins og gengur en ofsalega skemmtileg!

Ég settist niður í dag til að vinna síðuna "5 skemmtilegar æskuminningar" Fyrst var ég alveg lokuð.......minntist þess ekki að neitt hefði gerst fyrir aldamót! Síðan þegar ég fór að hugsa þá fór nú eitt og annað að rifjast upp og svei mér þá ef barnæskan hafi ekki bara runnið upp úr mér þegar ég byrjaði að skrifa! Það varð bara erfitt að velja bara fimm minningar! Þetta var bara reglulega gaman! Ég er ekki búin með síðuna, set hana hingað inn þegar hún er tilbúin, en ég er búin með forsíðuna og "Það sem ég er þakklát fyrir" síðuna. Þær eru hér fyrir neðan.

Engin ummæli: