fimmtudagur, mars 01, 2007

5 skemmtilegar æskumimmingar

er loksins tilbúin! Ég var lengi að vesenast með þessa opnu. Var fyrst að hugsa um að hafa myndir á henni og hafa textann falinn á bakvið, en ákvað að það gæti bara verið skemmtilegt að brjóta albúmið upp með svona textaopnu.

Ég var svolítið lengi með textann! Loksins þegar ég náði að dusta rykið af atburðum frá síðustu öld, var ég óstöðvandi og það er skemmst frá því að segja að ef einhverjir hefðu verið í nágrenni við mig þá hefðu hinir sömu efast um toppstykkið, jú know!!

Þarna sat ég, ein með sjálfri mér, skrifaði eins og brjálæðingur....með blýjanti í skrifblokk.....því ekki get ég samið í tölvuna (hm þarf að endurskoða það viðhorf fyrst ég er farin að blogga á tölvu!!) og rak upp rokna hlátur reglulega!! Já, ég skil ekkert í mér að halda að ekkert skemmtilegt hafi gerst í "gamla daga" (fliss)!!

Hér eru svo herlegheitin!

Annars að öðru. Við fórum til læknis í dag með Önju því hún er búin að vera svo ferlega slæm af exeminu undanfarið. Það var ákveðið að leggja hana inn á Húðdeildina í Kópavogi til að ná þessu niður og vonandi komumst við að á mánudaginn. Ég er dauðfegin því greyið sefur svo illa og síðan þegar það er svona kalt og þurrt þá er hún hálfu verri. Þetta tekur vonandi ekki langan tíma, en í fyrra þurftum við að vera í 2 vikur.

Það er spurning um að grafa upp krosssauminn til að taka með......það er ekki víst að það verði vinsælt að leggja undir sig svæðið og skrappa!7 ummæli:

Svana sagði...

æææ grey stelpan ,vona að hún nái að jafna sig fljótt og vel

bataknús á ykkur

Nafnlaus sagði...

Þér hefur tekist vel til við gullgröftin. Þetta eru skemmtileg endurminningarbrot. Var þetta Gunna sem þú snérir á í kapphlaupinu þarna seint á síðustu
öld :-).
Greiið Anja, vonadi gengur meðferðin vel. Ef þið hafið tækifæri til þá bý ég í Lækjasmára 98.

kv,
Gugga

Þórunn sagði...

Já þetta var Gunna Hehehe! Það er aldrei að vita nema við komumst frá, annars ertu líka velkomin, þetta er á gamla Kópavogshæli sem við verðum ;-)

Nafnlaus sagði...

Flott opna :) flott hugmynd....
Hungsa að ég steli þessari hugmynd smá :D :D

Kv Ingunn Þóra

Barbara sagði...

Æi leiðinlegt að heyra með hana Önju... en þú veist hvar þú getur droppað í kaffi ef þú getur skroppið í burtu af spítalanum...
kv. Barbara

Helga L. sagði...

Vonandi gengur meðferðin vel hjá Önju, vorkenni henni svooo :(
Ég trúi því sko alveg að það hafi verið gaman að skrifa um það sem gerðist í "gamla" daga hehe flott síða :D

kveðja Helga Lind

Nafnlaus sagði...

Þetta er óógeeeðslega flott hjá þér!!!!!
Mamma