Ég skrappaði í dag eina ótrúlega dýrðmæta mynd af skottunni minni. Þetta er mynd sem ég fann á myndasíðu ChangDe yahoogrúppunnar, en það er barnaheimilið sem Anja var á fyrstu mánuðina. Það var fólk sem var að sækja dóttur sína sem sá þessa fallegu stelpu og smellti mynd af henni, þó það væri stranglega bannað að taka myndir af börnunum! Það er alveg ótrúelgt að finna þessa mynd! og þegar maður á bara 5 aðrar myndir frá fyrsta ári barnsins þá verður hver mynd ómetanleg!
Ég var í miklum vandræðum með að skrappa hana, maður vill einhvernvegin hafa þetta fullkomið ;-) og þá er maður að veltast svo lengi með pappír, uppsetningu og skraut.......en í dag var ég tilbúin, ákvað bara að láta vaða því ég get jú alltaf gert þetta aftur ef útkoman er glötuð! Ég er bara nokkuð sátt við þetta, og er alveg sama þó þetta sé nú langt frá því að vera eitthvað meistarastykki!
6 ummæli:
Geggjað :D til hamingju með síðuna :D og myndina .
Æðisleg. Frábært að finna myndina.
Yndisleg síða og myndin alveg ómetanleg eins og þú segir!
Vá...Hún er æðisleg....Eins og allt sem þú gerir..
Ég sakna þín óheirilega...
Og bíð spennt eftir heimboði...
Þú ert velkomin til mín hvenær sem er..
Kveðja Signý
Sem saknar þín
vá geggjuð síða!!! Svo yndisleg mynd. Flott allt smáatriði. Kv. Hanna K.
ohhhh ég sá bara rautt X :(
Ætla að spæja á sb.com ;)
Vonandi finn ég síðuna þar!
Frábært að þú hafir fundið þessa mynd!!!!!
Til hamingju með það :D
Ohh.. þú ert svo mikið krútt!
Hlakka til að hitta þig yfir kaffi!
Skrifa ummæli