sunnudagur, mars 04, 2007

Enn ein síða í bókina um mig!

Að þessu sinni var verkefnið "Mín mesta eftirsjá". Ég er sko búin að klóra mér til blóðs í hausnum yfir þessu verkefni!!! Afhverju? jú, ég hef þá bjargföstu trú að það sé beinlínis mannskemmandi að sitja og naga sig í handarbökin yfir einhverju sem gerðist í fortíðinni! Mér finnst tímanum illa varið í svoleiðis vangaveltur og held að ég hafi bara allt annað að gera ;-) En hvað um það, þetta er skylduverkefni ef maður ætlar að vera með í verðlaunapottinum þannig að ég kláraði þetta....en textinn á síðunni fjallar einmitt um að ég sé ekki eftir neinu, af því ég vel að horfa fram á við.

Ég ákvað að nota gamlar myndir af mér, teknar fyrir utan Hringbrautina fyrir laaaannnga löngu!! Ég er gleraugnalaus á þessum myndum þannig að ég er ekki eldri en 2 ára, en ég veit ekki nákvæmlega hversu gömul ég er á þeim.

7 ummæli:

Helga pelga sagði...

Flott síða, og góður textinn! Alveg sammála þér.

Nafnlaus sagði...

Eins og mælt út úr mínum munni!!!!
Flott hjá þér!!

Nafnlaus sagði...

Þetta var ég-mamma!

Nafnlaus sagði...

Vá æðisleg....
Kveðja Signý

Nafnlaus sagði...

Geggjuð síða!!! frábær texti. Svo sætar myndir og allf flott. Kv. Hanna.

Barbara sagði...

Ótrúlega fallegt!
Bæði síðan og textinn!
Alveg ótrúlega flott :D

Theresa sagði...

Beautiful layouts :)
Online classes, don't know I will check that.

Hugs from Sweden