miðvikudagur, mars 28, 2007

Önnur úr Fancy Pants

Þessi er unnin eftir skissu sem ég teiknaði upp fyrir löngu síðan en var alltaf að spara því mig langaði að nota svona dúk undir myndina........fór loks í Föndru um daginn og keypti dúkinn skellti í síðu og þetta er svo afraksturinn ;-) Ég notaði mynd sem ég er nýbúin að skrappa, ástæðan er sú að þessi síða fer í keppnina í FS en þær ætla að halda síðunum sem koma inn svo ég mun ekki eiga hana sjálf ;-( -frekar fúlt reyndar.....

8 ummæli:

hannakj sagði...

OMG! Þessi er geðveikt!!!! Dúkurinn og pp og allt geðveikt flottt!!!! Er dúkurinn úr pappír eða efni ? Þú ættir bara að gera eins síðu fyrir þig sjálfa með aðra mynd ;)

Þórunn sagði...

Takk takk ;-)
Dúkurinn er svona heklaður..Ég ætla að gera eins fyrir mig, bara úr næsta SG kitti ;-) Var löööngu búin að plana að geyma þetta LO þar til ég fengi kittið...sem kemur fljótlega ;-)

Nafnlaus sagði...

HÆ hæ duglega skrappkona

Mér finnst Lo mjög flott, myndin og dúkurinn situr mjög flott og skemmtilegt look á síðuna. Hins vegar finnst mér brúni liturinn á pappírnum ekki fallegur og sá fyrir mér síðuna með grænum eða einhverjum öðrum lit.
Kveðja
Sigrún

Barbara Hafey. sagði...

Mér finnst síðan æðisleg :)
Og á fullt erindi í þessa keppni :)

Sandra sagði...

*innsog* þessi er bara flott!!! geeeeðveik. hlakka til að sjá hana in real life... ég er farin að sækja tusku til að þurrka slefið af lyklaborðinu.

Helga Hin sagði...

Hey! Það er komin vika! Er ekkert að gerast?

Þórunn sagði...

jú alveg hellingur - bara ekkert sem ég er búin að taka myndir af! er að gera afmælisdagbók úr bréfpokum!

Unknown sagði...

vá þessi er æði :) geggjað flott að vera með dúkinn með :)