sunnudagur, mars 25, 2007

Skrappstuð!

Ég er búin að vera í þvílíka skrappstuðinu í dag, búin að skella í heilar þrjár síður! Ég hef nú bara aldrei skrappað jafn mikið og núna í mars alveg frá því ég byrjaði! Bara gaman! Var að klára þessa síðu hér:

en í gær gerði ég líka forsíðu á Þotualbúmið mitt, en það er svona nokkurskonar swappleikur sem er á Þotulistanum, skrappspjalli sem ég er á...við búum til síður í albúm fyrir hvor aðra. Hér er semsagt mitt albúm, sem er búið til úr brúnum bréfpokum sem eru bundnir saman ;-)

9 ummæli:

Barbara Hafey. sagði...

Ótrúlega falleg síða og albúmið ekkert smá flott! Hæfir flottri þotu! Nú er bara spurning hvaða þota þú ætlar að verða....

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú ferlega flott - er ekki bara vitleysa að vera að fara í Háskóla - þú ert svoddan Skrappséní!!!! Mamy

Þórunn sagði...

já........vantar hugmyndir!!!

Þórunn sagði...

LOLOL ef ég gæti orðið rík á að skrappa þá er náttúrulega ekkert við í frekari háskólagöngu!! en þangað til ætla ég að eyða tímanum í að læra LOL

hannakj sagði...

Vá geggjuð síða og albúm! Svo flottir litir!!

Unknown sagði...

Virkilega flott síða, alltof svo sæt hún Anja :)

og töff albúm, flottir litir.

Nafnlaus sagði...

Mjög flott síða og albúmið er alveg geggjað, mjög flott litasamsetning þar :)

Unused Account sagði...

I love the album. It's SO CUTE!

I would love to be listed on your BLOG. I can't wait to see more of your projects!

*****

Ich liebe das Album. Es ist SO REIZEND!

Ich möchte aufgeführt auf Ihrem BLOG sein. Ich kann nicht warten, mehr von Ihren Projekten zu sehen!

Þórunn sagði...

Danke schön! ;-)