miðvikudagur, mars 14, 2007

Stúlka


Ég er áfram að vinna í Bókinni um mig og var að klára eina síðu áðan. Hún á reyndar að vera partur af opnu, ætla að gera hinn hlutann seinna en á honum á að vera fæðingarsagan ásamt armbandinu og sjúkrahússpjaldinu mínu...það er að segja ef ég finn það!

Ég notaði orginal myndirnar á þessa síðu, var í vandræðum með að skanna þær inn þannig að þær yrðu nógu góðar þegar ég prentaði þær út. Mér finnst það bara koma flott út, skemmtilegt að hafa þennan hvíta kant umhverfis myndirnar. Ég hef ekki áður notað svona mikið rubon á síðu, fékk þetta rubon að gjöf frá konu á ScrapGoods og mér finnst það bara ferlega flott!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá Þórunn hún er svo mikið æði :D Er sammála þér með hvíta kantinn á myndunum bara cool að hafa hann :)

kv.Helga

Þórunn sagði...

Takk ;-)

Nafnlaus sagði...

vá svo falleg síða!! blúndur gerir svo mikið fyrir síðuna. Svo sammála þér með hvíta kantinn.

Unknown sagði...

Þetta er frábært - svo huggulegt fólk!!!