Já maður er bara skiptandi um lúkk eins og föt!! Mikið er nú gaman að geta sett sína eigin mynd á bloggið, takk takk Svana fyrir hjálpina! Þetta er sko alveg ógó erfitt að breyta þessu!! Var alla helgina að reyna - skoðaði kóða hjá þeim sem voru búnir að breyta til að finna út hvar í %$#$% kóðann ég ætti að setja myndina mína inn- prufaði svo marg oft án árangurs!!
Prófaði meira að segja að kópera kóða í heildina frá einhverjum bloggara og peista inn í templatið hjá mér en það gekk ekki......Ég var bara ekki að fatta þetta en fann í nótt síðu sem er svona 'new blogger fyrir dummies' síða og ætlaði að senda náunganum póst í dag um hvernig í $%#"#$ ég ætti að breyta þessu......sem betur fer gerði ég það ekki *roðn* því þetta er þvílíkt ljóskuprúf að það hálfa væri nóg!!! eiginlega of ljoskuprúf fyrir minn litaða koll!!! LOLOL Ég er viss um að náunginn á dummies síðunni hefði dáið úr hlátri ef ég hefði spurt hann !!! LOLOLOLOLOLOL
Það var svo Svana sem breytti sínu og sagði mér hvernig þetta væri gert....bara ýta á edit á réttum stað!!! LOLOLOLOLOLOL
mánudagur, apríl 30, 2007
Súkkulaði át
Það hefur ekki gefist mikið næði til að skrappa um helgina, amk ekki í pappír ;-) Ég gerði þó eina síðu í tölvunni, enda erfiðara fyrir litla putta að fikta í því hjá mér!
Fékk annars tölvuna úr viðgerð í dag....skjárinn vikar, en ómæ hvað hún er slów!!! Það tekur heila eilífð að setja saman eina síðu í photoshop - þetta gengur ekki til lengdar..... : (
Fékk annars tölvuna úr viðgerð í dag....skjárinn vikar, en ómæ hvað hún er slów!!! Það tekur heila eilífð að setja saman eina síðu í photoshop - þetta gengur ekki til lengdar..... : (
miðvikudagur, apríl 25, 2007
Snuddustelpa
Jæja, ég ákvað loksins að tíma að klippa fína flotta Pheobe pappírinn minn sem ég er búin að klappa alveg síðan ég eignaðist hann! Ástæðan var eiginlega bara sú að tölvan okkar er biluð og ég get því ekkert skrappað nema myndir sem ég var búin að prenta út áður...því allar myndirnar eru jú í tölvunni eða á backup diskum, sem ég nenni ekki að leita á!
Þetta er semsagt útkoman! Pappírinn er Pheobe frá Basic Grey, síðan notaði ég líka BG chipboard horn, BG rubon vínvið og stimplaði smá með dútlstimplum ;-) Kvittiði endilega fyrir innlitið, það er svo gaman að sjá hverjir eru að kíkja á mig (ekki það að ég veit nú alveg hverjir eru hér að skoða, er með svo öflugan teljara!! LOLOL )
Þetta er semsagt útkoman! Pappírinn er Pheobe frá Basic Grey, síðan notaði ég líka BG chipboard horn, BG rubon vínvið og stimplaði smá með dútlstimplum ;-) Kvittiði endilega fyrir innlitið, það er svo gaman að sjá hverjir eru að kíkja á mig (ekki það að ég veit nú alveg hverjir eru hér að skoða, er með svo öflugan teljara!! LOLOL )
laugardagur, apríl 21, 2007
Nýtt útlit
Ég ákvað að bloggið mitt þyrfti andlistlyftingu.......eða sko satt að segja langaði mig að hafa smá dútl á síðunni! Þannig að ég bara gúlgaði eftir nýju lúkki! Ég er bara ánægð með það, nema hvað allir tenglarnir mínir duttu út (O_O) sem er náttúrulega ekki gaman! Nú man ég ekki hvar ég var alltaf að vafra um blogg........
Allavega, þá mun ég bara setja inn nýtt og endurbætt tenglasafn í fyllingu tímans!
Allavega, þá mun ég bara setja inn nýtt og endurbætt tenglasafn í fyllingu tímans!
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Jæja kláraði loksins síðu í dag...en er búin að vera með skrappstíflu í smá tíma!
Ég var að vandræðast með hvernig þetta ætti allt saman að líta út þegar mér datt þetta LO í hug og teiknaði skissu í skólanum á meðan ég lét nemanda lesa hjá mér - talandi um multi tasking!! Geri skissuna kanski í tölvunni í dag ef ég fæ tíma ;-)
Ég var að vandræðast með hvernig þetta ætti allt saman að líta út þegar mér datt þetta LO í hug og teiknaði skissu í skólanum á meðan ég lét nemanda lesa hjá mér - talandi um multi tasking!! Geri skissuna kanski í tölvunni í dag ef ég fæ tíma ;-)
fimmtudagur, apríl 12, 2007
Skissa
Ég get nú ekki sagt að ég fái verðlaun í tölvugerðum skissum!! Ég hef bara ekki hugmynd um hvernig á að gera þetta í Photoshop, þannig að ég brúkaði publisher LOL og færið hana síðan yfir í photoshop og kláraði hana þar. Fyrir vikið er hún ekki nákvæmlega eins og ég hugsaði hana, hlutföllin eru kolröng en ok, þetta er bara tilraun.
miðvikudagur, apríl 11, 2007
Ökuferð á sexhjóli
Jæja, þá er önnur síða úr aprílkittinu tilbúin. Ég þarf að gera eitthvað þrennt úr því fyrir ScrapGoods síðuna fyrir 15. apríl og það verður ekkert mál!
Gunni tók þessa mynd af frænkunum um helgina. Þær fóru síðan í ökuferð á hjólinu með Skúla, voru að vísu aftur í skúffunni og hann keyrði ;-) Anja skemmti sér konunglega, enda er sama hvað Ólöf gerir, Önju finnst það skemmtilegt, hún bókstaflega dýrkar frænku sína!
Gunni tók þessa mynd af frænkunum um helgina. Þær fóru síðan í ökuferð á hjólinu með Skúla, voru að vísu aftur í skúffunni og hann keyrði ;-) Anja skemmti sér konunglega, enda er sama hvað Ólöf gerir, Önju finnst það skemmtilegt, hún bókstaflega dýrkar frænku sína!
Blómálfur
Gleðilega páska! Við skruppum norður um páskana, vorum í góðu yfirlæti til skiptis hjá mömmu og Sirrý vinkonu minni og það var bara geggjað gaman! Ég hélt lítið skrappnámskeið annan í páskum þar sem saman komu skemmtilegar konur og ég kenndi þeim að búa til pokaalbúm - og smitaði vonandi flestar af skrappbakteríunni! Það var alveg ofsalega gaman og verður vonandi endurtekið síðar.
Annars er síðasti DesignTeam mánuðurinn minn hjá SG núna. Ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig hvort ég sæki um að komast aftur að hjá þeim - en líklega verður það niðurstaðan, þetta er svo ferlega gaman! Í tilefni af þessu fékk ég kittið mitt extra snemma en vegna hátíðanna þá hef ég lítið komist í að leika mér með það....aðeins þó, ég er búin að gera eina síðu með þessari ævintýramynd sem ég gerði af Önju um daginn. Mér fannst litirnir í myndinni vera alveg fínir í þetta kitt!
Annars er síðasti DesignTeam mánuðurinn minn hjá SG núna. Ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig hvort ég sæki um að komast aftur að hjá þeim - en líklega verður það niðurstaðan, þetta er svo ferlega gaman! Í tilefni af þessu fékk ég kittið mitt extra snemma en vegna hátíðanna þá hef ég lítið komist í að leika mér með það....aðeins þó, ég er búin að gera eina síðu með þessari ævintýramynd sem ég gerði af Önju um daginn. Mér fannst litirnir í myndinni vera alveg fínir í þetta kitt!
laugardagur, apríl 07, 2007
Anja og Hrímnir
Ég er nú ekki búin að skrappa þessa, en mig langað samt að deila henni með ykkur ;-)
Ég keypti mér þetta folald í haust og þetta er semsagt fyrsta myndin sem ég tek af því! Anja er nú alveg ákveðin að hann er sinn! en við sjáum til hvort hann geti ekki verið sameign okkar hestastelpnanna!
fimmtudagur, apríl 05, 2007
Afmælisdagbók
Ég er búin að vera að dunda mér við það síðustu daga að búa til pokaalbúm. Ekki samt hefðbundið albúm, heldur afmælisdagbók. Hún er þannig að hver mánuður er á opnu. Hægt er að skrifa hverjir eiga afmæli á aðra síðuna og síðan eru dagatal hinu megin. Ég notaði bara afganga í albúmið, þ.e. litaða pappírinn, en ég keypti svona hvítt og kremað til að nota sem grunnsíður.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)