Ég er búin að vera að dunda mér við það síðustu daga að búa til pokaalbúm. Ekki samt hefðbundið albúm, heldur afmælisdagbók. Hún er þannig að hver mánuður er á opnu. Hægt er að skrifa hverjir eiga afmæli á aðra síðuna og síðan eru dagatal hinu megin. Ég notaði bara afganga í albúmið, þ.e. litaða pappírinn, en ég keypti svona hvítt og kremað til að nota sem grunnsíður.
10 ummæli:
vá rosalega flott albúm. Ekki skemmir fyrir að kostnaðurinn við það er í lágmarki! :-)
Stórkostlegt!!!
þetta er æðislega flott og ekkert smá sniðug hugmynd! Pant herma! :D
kveðja, Magga
Frábær hugmynd þetta, þú alltaf svo sniðug :-) og já líka flott hjá þér
Vá...rosalega sniðugt, og ekkert smá flott :)
Vá geggjað flott!!! ótrúlega flott hugmynd!!!
Vá ekkert smá flott hjá þér sjáumst á mánudaginn í hittingnum hér fyrir norðan :)
kv Linda Björk (nafnlausa)
Vá, þetta er bara geggjað hjá þér, hún er bara flott, geggjaðar hugmyndir sem þú færð.
gaman að fylgjast með þér.
Vá flott flott, frábær hugmynd
Skrifa ummæli