miðvikudagur, apríl 25, 2007

Snuddustelpa

Jæja, ég ákvað loksins að tíma að klippa fína flotta Pheobe pappírinn minn sem ég er búin að klappa alveg síðan ég eignaðist hann! Ástæðan var eiginlega bara sú að tölvan okkar er biluð og ég get því ekkert skrappað nema myndir sem ég var búin að prenta út áður...því allar myndirnar eru jú í tölvunni eða á backup diskum, sem ég nenni ekki að leita á!

Þetta er semsagt útkoman! Pappírinn er Pheobe frá Basic Grey, síðan notaði ég líka BG chipboard horn, BG rubon vínvið og stimplaði smá með dútlstimplum ;-) Kvittiði endilega fyrir innlitið, það er svo gaman að sjá hverjir eru að kíkja á mig (ekki það að ég veit nú alveg hverjir eru hér að skoða, er með svo öflugan teljara!! LOLOL )

14 ummæli:

Barbara Hafey. sagði...

Vá hún er æðisleg Þórunn ;)

MagZ Mjuka sagði...

Þessi er trufluð! Alveg æðisleg hreint út sagt. Nú langar mig að fara að skrappa! ;)

hannakj sagði...

vá geggjuð síða!! allt tónar svo vel saman. skemmtileg mynd af önju.

Unknown sagði...

Þetta er ein flottasta síða sem ég hef séð, ætla svo að fá skrapplyfta henni :)

hvernig gekk photoshoppið?

fannstu þetta út?

Þórunn sagði...

það er sko velkomið að skrapplifta LOL ég er ekkert búin að prufa þetta, þarf að dl því aftur...er að leita að cs3

Signý Björk sagði...

Vá hún er æðisleg....
Ég langar að fá heimboð og skoða live..Það sem þú hefur verið að gera..

Þórunn sagði...

takktakk! vertu velkomin anytime!!

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta er flott síða.Kv. Guðný Zíta.

Nafnlaus sagði...

Voða, voða flott nýja útlitið þitt á siðunni og skrappsíðan þín líka alveg æðisleg eins og við var að búast.
Gilla

Una sagði...

ú flott nýja lúkkið.. en síðan þín er vá. Flott hvernig blómið og hjörtun koma út.

Heiðrún sagði...

Geggjuð síða og já þessi nýji BG er bara trufl flottur :)

Flott lúkið á síðunni..

Sandra sagði...

Mmmm namm... æðisleg síða :) :) Þessi pappír er alveg bilað flottur! Æðislegt stóra blómið!

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér - þú kannt þetta greinilega!!Mamy!

Svana Valería sagði...

þessi er alveg brill !!!