þriðjudagur, maí 15, 2007

Athyglissjúk?

Nei ekki ÉG!! LOLOL ok jú ég skal alveg viðurkenna það, þegar kemur að skrappinu þá hef ég mjög gaman af því að sýna það ;-) En það er auðvitað ekki alveg sama hvar það birtist...sumt finnst mér merkilegra en annað... Til dæmis finnst mér mjög gaman þegar skrappframleiðendur birta síðu eftir mig, eins og til dæmis BasicGrey nú eða Prima blómaframleiðandinn. Nú eru þessir tveir framleiðendur báðir búinir að birta nýjustu síðuna mína í galleríinu sínu og finnst mér það rosalega gaman ;-) Þetta er í fyrsta sinn sem ég sendi síðu í Prima og kanski birta þeir allar síður sem þeim berast, veit það bara ekki, en ég er bara mjög ánægð með þetta ;-)

Ég er sem sagt athyglissjúkur montrass LOLOLOL


9 ummæli:

BeggaHuna sagði...

Til hamingju með þetta, alltaf gaman að fá síðurnar sínar birtar á svona vettvöngum :)

finnst að þú ættir að taka print screen og syna okkur síðunna úr galleríinu þeirra svona eins Barbara og Hannakj gera

ps. tókstu bara print screen til að setja myndir undir linkana þína?

ógó sniðugt :)

MagZ sagði...

Frábært enda æðisleg síða! Ég hef aldrei skoðað Prima síðuna svo að nú er um að gera að hefjast handa og skoða! :D

Sandra sagði...

úúú :) æði! Til hamingju með birtinguna. Ég verð nú samt að segja að það kemur ekki á óvart að þú fékkst síðuna birta, sko :D

kv. S

Þórunn sagði...

Hahaha, nei Begga ég var ekki búin að fatta það!! þetta er linkur beint á galleríið hjá þeim ;-) en ég er búin að gera print screen núna ;-)

Helga pelga sagði...

Úff... ég sem var að vonast eftir einhverjum FRÉTTUM. Ekkert nýtt sem sagt! Hehehe...

stína fína sagði...

geggjað til hamingju með þetta :O)

Nafnlaus sagði...

Þetta er flott hjá þér - hvað ætlarðu annars að fara að læra?? Tölvuhvað og til hvers? Þú verður bara skrappkennari!!!Mamy.

Barbara sagði...

úúúú... fancý... ég þurfti auðvitað að prófa líka og er við hliðina á lindu núna ;)
Æ.. við hér á litla klakanum erum bara að massa þetta þarna úti í heimi ;)

hannakj sagði...

úú til lukku! Ég hef líka einu sinni sent eina síðu inná Prima og hún var birt. gaman að þessu. já ég er athyglisjúk eins og þú. hehe.