miðvikudagur, maí 23, 2007

Hvernig er þetta svo gert?

Nú veit ég ekki hvort þetta á við um öll PS forrit, en ég er að nota PS CS2 og ég veit að Hanna er búin að prufa að gera þetta í PS 7 og þar virkaði þetta fínt ;-)

Byrjið á að opna skjal í þeirri stærð sem hentar...ég er bara með sjálfstillt á 15x15 cm og hvítan bakgrunn. Byrjið á að búa til nýjan leyer. Síðan veljið þið Marque tool sem er við hliðinni á örinni, í horninu efst. Það er hægt að velja bæði hring og ferning...veljið það sem þið viljið, búið til form sem þið viljið með því að draga músina eftir "blaðinu" farið síðan í edit>stroke og veljið þá breidd á línu sem hentar...ég er að nota 3pt yfirleitt... Búið því næst til nýjan leyer fyrir hvert form sem þið teiknið, það er auðveldara vegna þess að það er bæði léttara að stroka út óþarfa línur og færa formin til eftirá. Þegar þið eruð ánægð með skissuna þá veljið þið flatten image í leyers og þá getið þið vistað þetta sem jpeg skjal...

Vona að þetta hjálpi ykkur af stað, nú ef ekki, setjið þá meldingu hér ;-)

5 ummæli:

Hildur Ýr sagði...

Takk Þórunn :)
En hvernig setur maður blóm og dútl? ;)

Þórunn sagði...

dútlið seturðu með því að nota brush - en þá þarftu að vera búin að ná í dútl brush og setja hann inn...og blómin þá notar maður annaðhvort bara mynd af blómi sem maður setur inn eða setur inn með custom shape takkanum...Nú er um að gera að fikta og fikta!!

MagZ sagði...

cool og takk fyrir þetta! :D

hannakj sagði...

svo er líka hægt að nota digi dúddl sem skraut. bara ctrl+a og ctrl+c og færa yfir skissu og færa til ef þarf.

hannakj sagði...

Jæja, loksins er ég búin að gera fyrstu alvöru skissu. Komið á bloggið mitt.