Var að klára þessa síðu eftir nýjustu skissunni minni. Ég notaði pappír úr Stella Ruby línunni frá Basic Grey. Síðan notaði ég nýja aðferð við að stimpla dútlið...ég notaði svart blek, setti það á stimpilinn og stimplaði einu sinni á autt blað til að taka mesta blekið af og stimplaði síðan á síðuna. Ég er mjög ánægð með útkomuna. Síðan bjó ég til rubon, bæði fyrir titilinn og journalið. Journalið sést ekkert vel á myndinni, en það kemur í hring utan um hringinn á síðunni.
11 ummæli:
HA? Hvernig bjóstu til Rubbon?? Er það eitthvað sem þú ætlar kannski að kenna mér líka á eftir þegar þú kíkir til mín ;) hohoooo!!!
LOLOL - ég er svooo göldrótt!!
Þú skrifar það sem þú ætlar að skrifa í word...helst word art því þú þarft að spegla því svo...síðan færðu þér glæru fyrir LJÓSRITUNARVÉLAR (þá þornar blekið ekki á henni) prentar á hana, mundu að stilla prentarann á glæru...síðan skelluru þessu á síðuna eins og öðru ruboni með einhverju áhaldi... Mjög einfalt ;-)
Æðisleg síða og geggjað lo. Yndisleg mynd af þeim, hrifningin skín úr augum hans. Þarf að prófa þetta með rubonið, kemur glæsilega út
æðisleg síða, svo flottir litir í henni og flott lo auðvitað :)
kræst hvað þetta er flott ,geggajð með rubbið
geggjuð síða og sniðugt að deyfa blekið aðeins...v ery cool..
verð líka að prufa rubon aðferðina.. ohhh var í pennanum ÁÐAN :o
kv Heiðrún
Frábær síða einu orði sagt! :)
vá geggjuð síða!! snell með blekið að taka mest af. yndisleg mynd af þeim saman!!
Hvernig ferðu að því að fá rubonsið svona dökkt? Ég er búin að prufa að gera svona rubons og það verður alltaf svo ljóst.
Síðan er alveg geggjuð.
Kveðja
Fríða Matt
ég nudda bara mjööög vel með áhaldi á rubonið þannig að það er næstum ekkert blek eftir á glærunni þegar ég sný henni við.
vá flott síða, þarf að prufa að gera svona rubbon ;O)
Skrifa ummæli