miðvikudagur, maí 09, 2007

Æðisleg afmælisgjöf!!


Haldiði ekki að hún Barbara hafi gefið mér fyrirfram afmælisgjöf!! Já ég veit, það eru enn nokkrir dagar í afmælið mitt LOL og þetta var þannig innpakkað að ég varð að opna strax (O_O) LOL (ég meina hver bíður í marga mánuði með að opna pakka!! ) Þetta voru svoooo fallegir stimplar! Ég var búin að reyna að kaupa þá á ebay...en hafði ekki tekist (örugglega af því Barbara var búin að ákveða að gefa mér þá LOL). Þetta er stimplasett frá StampinUp sem er einungis hægt að fá sem gestgjafagjöf.

Ég fór svo til Rósar á mánudagskvöldið og skrappaði með henni og Ingu, vinkonu hennar og það var rosalega gaman! Gerði slatta af kortun með nýju fínu stimplunum mínum (og Rós á sko enga svoleiðs LOL) en tölvan er enþá biluð og ég finn ekki myndavélina til að taka mynd....Var að reyna að taka mynd með gemsanum og senda í tölvuna..en það gekk ekki heldur...

Annars fengum við tölvuna heim í gær...átti að vera komin í lag...en ég var nú ekki búin að vera lengi í henni og dást að því hvað hún væri orðin hröð og fín þegar hún drap á sér...(O_O)...ræsti sig svo upp aftur...og drap aftur á sér áður en hún var búin að klára...arggggg...ég þoli ekki að vera svona tölvulaus!!! Er enþá með fartölvu úr skólanum, eins gott...annars mundi ég bilast!

Allavega, verð bara að láta mér nægja að tala um skrapp hér, reyni að setja inn myndir um leið og Andri kemur heim með myndavélina ;-)

7 ummæli:

Svana sagði...

geðveikt flott kort hjá þér !!! til lukku með stimplana ,þeir eru ykt sætir

Nafnlaus sagði...

Æðisleg kort og meiriháttar flottir stimplar sem þú átt.....en ég ekki ;(. ENNNNNN ... ég heppinn að þekkja þig ;)
Takk fyrir skemmtilegt skrappkvöld. Kveðja Rós

Helga L. sagði...

Ekkert smá flottir stimplar :) virkilega flott kort :D

hannakj sagði...

Vá þú heppin! ferlega flott og svo sætir stimplar!! Til lukku. óþolandi þetta með tölvuna. Vonandi færðu almennilega tölvu fljótlega!

Nafnlaus sagði...

Einu sinni voru engar tölvur til!!!
Mamy!

Þórunn sagði...

Mamma...ég hef ekki hugsað mér að rifja þann tíma upp!!! LOLOL

stína fína sagði...

vá hvað þetta eru flott kort hjá þér :O)