föstudagur, maí 04, 2007

Bloggáskrift

Mér finnst alltaf svo gott að geta fylgst með þegar fólk bloggar og ég er áskrifandi af nokkrum bloggum. Það virkar þannig að ég fæ tilkynningu í tölvupósti þegar viðkomandi bloggar. Þannig missi ég aldrei af neinu! LOLOL

Ég prufaði að vera með svona emeil kerfi um daginn, en það datt út þegar ég skipti um template og ég fann ekki út úr því hvernig ég ætti að setja það inn aftur. Nú er ég aftur komin með blogger template og þá er ekkert mál að setja þetta inn. Ef þið viljið fylgjast með þegar ég blogga, þá skráið þið meilið ykkar hér til hliðar ;-)

Ég er annars enn í tölvuvandræðum, druslan slekkur á sér af eigin geðþótta, stundum á 5 mín. fresti og stundum á nokkra klst. fresti... Hef ekki humynd um hvað er að, þetta er sem sagt 'nýr' turn sem við fengum um daginn þegar skjákortið hrundi á hinum *dæs* Gunni fer með hana í viðgerð í dag, það á að gera eina tilraun til að laga þetta, annars verður bara keypt ný! Oh hvað ég hlakka til að fá tölvu sem virkar, hvort sem það er gömul eða ný! Bíð spennt eftir að geta sótt mér nýja photoshopið!

4 ummæli:

hannakj sagði...

Já þetta er svo sniðugt með blogg tilkynningu. Ég prófaðu um daginn að setja upp hjá mér en gekk ekkert. Hef örugglega gert e-a vitleysu. Þú hjálpar mér bara fljótlega. Þið ættuð bara kaupa nýja tölvu ef gamla tölvan verður ekki skárri eftir viðgerðina. Góða helgi.

Saeunn sagði...

Hey, æðislegur bannerinn þinn :)
Ég var ekki búin að kíkja hingað eftir að þú settir hann upp.
Verð að fara að gera svona sjálf til að vera almennilega inn, það þýðir ekkert að bara hálfklára verkið ;)

Nafnlaus sagði...

Hæ!!!
Bara að láta þig vita af því...... að það verður skrappað á Laugateig á mánudagskvöldið.....og (og) ef (hahahaha) eitthvað annað kvöld henntar frú Þórunni betur þá verður bara skrappað líka þá. Kveðja frá frúnni á Laugateig

guðrúnE sagði...

Þessi stimplar eru sko alveg að gera sig, ekkert smá flott hjá þér