fimmtudagur, maí 17, 2007

ScrapGoods

Ég fékk loksins SG kittið mitt í gær...hafði nú engann tíma til að skoða það þar sem ég var svo lengi í Reykjavík, fór nefnilega að sjá The Secret og hlustaði á fyrirlestur á eftir - Það var alveg ótrúlega magnað! Mæli með því ef þið eruð ekki búin að sjá þessa mynd að gera það!

En aftur að kittunu...Ég get ekki sagt að það lendi í uppáhalds flokknum! Pappírinn er frá My Minds Eye og aðallitirnir eru fjólublár og grænn...sem sagt pastel. Úff pastellitir eru ekki mjög flottir að mínu mati og fjólublár er ALLS EKKI minn litur LOLOL - ætli þetta séu ekki leifar af pastel/fjólubláa/græna tímabilinu sem ég gekk í gegn um með Andra þegar hann var lítill!! LOL Ég ætla allavega að athuga hvort ég eigi ekki einhverjar myndir af honum litlum einmitt í þessum litum...því drengurinn var varla í öðrum litum LOLOL

Tæknin þennan mánuðinn í SG (sem er tækni miðaður klúbbur) er að skrifa falið journal eða journal sem er ekki endilega augljóst. Það er nokkuð sniðugt og hægt er að finna ýmis ókeypis tól á netinu til að skrifa falið journal. Til dæmis er þessi síða sem býr til svona orðaleit. Þá skrifar maður orðin sem maður vill fela og forritið sér um restina. Síðan er önnur síða sem býr til journal sem er formað, til dæmis eins og blóm eða eitthvað svoleiðs. Nú er ég ekki búin að prufa þetta sjálf, en ég vona að tenglarnir virki ;-) Báðar þessar síður bjóða upp á þetta án þess að nokkru sé downloadað.

Góða skemmtun!

8 ummæli:

Svana sagði...

im not a fan off SG !! Ennnn það skiptir ekki máli því það er alltaf gaman að fá pakka hehe sama hvað er í honum (næstum þvi )

;)

Sara sagði...

ég er nú heldur ekki SG fan, en til lukku með pakkann, þú gerir pottþétt eitthvað Þ ó r ú n n úr honum er ég viss um, ég kíkti svo inn á SG síðuna til að skoða og síðasti pakki sem mér fannst flottur var janúar 2007 :S

Sara

Barbara sagði...

Til hamingju með kittið ;)
Og takk fyrir gærdaginn/kvöldið.
það var ótrúlega gaman :D
Maturinn var auðvitað snilld og bíóið á eftir enn betra :D
Svo ég tali nú ekki um djúsí baylis kökuna á kaffihúsinu, kakóio og THE CREAM on the side ;)
Öfga gaman :D

BeggaHuna sagði...

ÆÆ ekki gaman að fá svona pakka enn flott tækni ætla að kikja á þessa linka :) takk takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.

eru semsagt 3 síðustu kittinn búin að vera la la?

Þórunn sagði...

Já, mér finnst síðasta kitt ekkert rosalega spes, en þau sem komu á undan algerlega geggjuð!

Sandra sagði...

Ég hlakka til að sjá hvað þú gerir við kittið... án efa eitthvað flott.

Ég var að klukka þig... kíktu á bloggið mitt :)

kv. S

Sæunn sagði...

Takk fyrir að deila þessum linkum með okkur.
Ætla að prufa þennan seinni einhverntímann :)

stína fína sagði...

verður gaman að sjá síðu þegar þú ert búin að gera svona, lítur allavega vel út, t,d hjartað :O)