miðvikudagur, maí 02, 2007

Veiðifélagar

Skrappandinn kom loksins yfir mig eldsnemma í morgun! Vaknað við hamaganginn í Gunna þar sem hann var að bíða eftir því að fara í símaviðtal í útvarpið og þá var ekki aftur snúið í draumalandið ;-) Þegar feðginin voru farin tíndi ég fram allt skrappið og fann mér þessar fínu myndir af þeim félögum Andra og Guðna. Ég var svolítið lengi að finna pappír sem ég var sátt við og líka vesenaðist ég heillengi með uppröðun á þessu en ég ákvað á endanum að styðjast við síðu sem ég sá á Scrapbook.com

Ég er bara nokkuð sátt við útkomuna, ég fór algerlega offörum með rubon á hana, finnst núna að ég þurfi að klára þetta drasl sem ég á.....svo ég geti keypt meira!!! LOLOL

7 ummæli:

Sandra sagði...

Flott síða :) æðisleg blómin og rubonið kemur mjög vel út :D

Svana sagði...

þetta er brill hjá þér ,rubon æðið skilaði sér vel finnst mér ,er einmitt að hugsa þetta samaa ,reyna að nota eitthvað af þessu sem ég á !!!:)áður en skápurinn springur

en töff mælistikann

MagZ sagði...

Mjög smart. Sniðugt að nota svona mælistiku!

hannakj sagði...

Ferlega flott! Ógó flott allt saman. Góð hugmynd með mælistiku. á svona borða en hef ekki ennþá getað notað. takk fyrir hugmyndina!

BeggaHuna sagði...

Þessi er flott :)

Bryndís H. sagði...

Ferlega flott þessi og rubbonnið kemur bara vel út. Úff...það þarf víst að nota allt þetta dót sem maður keypti hér í denn!

gilla sagði...

Gott að fleiri eru að nota dótið sitt svo það klárist einn hvern daginn. Flott síða hjá þér og dútlið bara æði