föstudagur, júní 15, 2007

Í bílaleik

Nýji júní SG pakkinn er alveg fullkomin í stákamyndir og þar sem ég hef ekki verið dugleg að skrappa myndir af honum Andra mínum þá fannst mér alveg upplagt að grafa upp gamla mynd af krúttinu. Mér finnst hún passa pappírnum alveg ljómandi vel! Notaði síðan nýju flottu dútlstimplana sem ég keypti hjá henni Sesselju í fyrradag ó þeir eru svooo mikið æði að ég tími varla að nota þá!!! Ég ætlaði líka að nota stimplana sem ég keypti af Hönnu en ég finn þá ekki!!!! Kræst mig vantar föndurherbergi!!! (O_O)


Nú er orðið ljóst að við erum að flytja til Danmerkur! Ég fékk húsnæði í gær, en satt að segja var ég alveg búin að gefa þetta upp á bátinn...en svona er það nú, ég var búin að ákveða ef ég fengi húsnæði þá færi ég og nú er bara að stökkva og vona að djúpa laugin sé ekkert rosalega djúp!! Elsku Rós, þú geymir bara skrappdótið mitt á meðan svo þú saknir mín ekkert ;-) Tekur ekki einusinni eftir því að ég er ekki á svæðinu! Og svo kaupi ég raðhúsið sem er verið að byggja rétt hjá ykkur!

Jamm, svona er það nú!

8 ummæli:

Sara sagði...

geggjuð síða, ekkert smá flottur pp:)

hannakj sagði...

vá ótrúlega flott einföld síða. Dúddl chipboard og dúddl stimplar gera svo mikið fyrir síðuna! Til lukku með húsnæðið í DK. Það verður spennandi að flytja út. Hvar í DK ?

Þórunn sagði...

við verðum í Sönderborg, sem er alveg við landamærin á Þýskalandi ;-)

BeggaHuna sagði...

glæsileg síða hjá þér og til hamingju með húsnæði í danmerku :)

hvenær á að flytja svo?

Þórunn sagði...

við förum í lok júlí ;-)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með húsnæðið. Verðum að hittast með prinsessurnar okkar í sumar áður en þú flytur. Fara á kaffihús, í húsdýragarðinn eða eitthvað skemmtilegt :-) Og taka Sigrúnu með okkur.
En ég samgleðst þér innilega því ég vissi hvað þig langaði mikið til DK en ég samt eftir að sakna þín í Brekkó :-( Með bestu kveðju, Elsa Lára

Ólöf Ösp sagði...

vá, æðsileg síða, flottur pp og cb skrautið æði :)

Inger Rós sagði...

Æðisleg síða.

Sönderborg er æðisleg, ég bjó þar sem krakki. Suðurjóskan er skemmtileg hehe. Því miður kann ég hana ekki lengur, tala þó dönskuna alveg.

Kv. Inger Rós