sunnudagur, júní 03, 2007

Scrapgoods

Já nú er sá tími mánaðarins að maður fer að hringja daglega upp í toll og tefja þessar elskur sem vinna þar með spurningum um hvort ég eigi pakka!! Það er að koma ScrapGoods tími! Að vísu kemur kittið yfirleitt ekki til mín fyrr en eftir 7. hvers mánaðar, en hey! maður má alveg vera óþolinmóður og bjartsýnn!!

Tæknin þennan mánuðinn er að mála með akrýlmálingu frá Ranger en hún er með svona "dabber" sem er skilst mér stútur á toppnum sem dreifir málningunni...það er semsagt ekki hægt að nota pensil með þessari tegund held ég... Hér eru svo myndir af herlegheitunum ;-)







6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er svo skelfing gaman að fá pakka og maður verður held ég bara háð því. En ég er hætt að fá SG pakka og hef bara ekki enn saknað þess, enda á ég 12 pakka hér heima sem eru nánast ónotaðir.

Þórunn sagði...

Bryndís!!!!! (O_O) hvernig er það hægt???? af hverju selurðu þá ekki?

Nafnlaus sagði...

Tími því ekki hehe ...ætla mér að nota þetta flest bara ;) ...einhverntíman :þ

Nafnlaus sagði...

vaaá!!
þetta er flottasta scrapgoods kit sem ég hef séð, ég hef ekki viljað fara í þetta, en núna er kannski kominn tími til.. hihi
finnst svo sniðugt að læra eitthvað nýtt alltaf... humm.. nú þarf ég að hugsa þetta!

hannakj sagði...

Alltaf svo gaman að fá pakka. Hlakka til að sjá hvað þú mun gera með þetta dót.

stína fína sagði...

vá þetta er bara flott stöff :O)