fimmtudagur, ágúst 16, 2007

er loksins að fá skrappið mitt í hús!!!

Já það kemur á morgun!! Ef ekkert klikkar sko! Það átti að koma í dag en eitthvað klikkaði þannig að það verður á morgun...........Þetta fór af stað um leið og ég til Danmerkur, en þar sem þetta er töluvert mikið, og kæjakar eru frekar litlir þá geri ég ráð fyrir að Eimskip hafi þurft að fara allavega 5 eða 6 ferðir með þetta.....ég meina það hlýtur að vera, þetta er búið að vera 23 daga á leiðinni hingað!!!

Það verður bið á að ég versli við Eimskip aftur......þeir skilja ekki íslensku, og búslóðin mín er búin að bíða uppi í Árósum síðan 3. ágúst!!! Kæjakgæjinn er sjálfsagt að labba með hana hingað !!! Ég keypti samt flutning á þetta alla leið en ónei...það virkaði ekki betur en þetta.......já ég er pínulítið pirruð yfir þessari fokdýru "þjónustu" !!! ÉG er að hugsa um að fara fram á að kæjakguttinn beri þetta hingað upp á 3 hæð fyrir mig vegna seinagangsins.........en kanski er það ekki svo góð hugmynd því hann skellir þessu þá eflaust á snigilinn sem var á leiðinni inn í húsið í fyrradag... (O_O)

1 ummæli:

Hildur Ýr sagði...

Haha, já ég man sko hvernig þetta var þegar ég flutti út :S

En vonandi líður ykkur vel og það verður þá bara enn skemmtilegra loksins þegar þú færð dótið!