sunnudagur, ágúst 12, 2007

Netvandræði, leynivinagjöf og fleira

Já það er nú búið að vera gaman hjá mér fyrir utan það að netið lokaði óvænt!! Ég var víst kommin yfir limit í downloadi...sótti nokkrar bíómyndir sko (O_O) en það er opið á nóttunni til kl. 9 en síðan opnar það aftur á mánudaginn...ég ætla ekki að búa við takmarkað niðurhal!! Þarf að kanna hvar ég kaupi mér nettengingu ;-)

Ég fékk annars 2 pakka í vikunni. Fyrst kom sá allra flottasti SG kassi sem ég hef fengið!! Hann er algert æði, en ég er ekkert búin að geta gert nema klappa honum þar sem dótið mitt er ekki enn komið...

Síðan kom langþráður pakki frá leynivinkonu minni, og þetta var pakkinn sem upplýsti hver hún væri! Ómæ, það datt af mér andlitið þegar ég sá hvað hún sendi!!! Manni er sko spillt rækilega, en hún átti að senda gjöf að verðmæti $25 og búa síðan eitthvað til...ég fékk fullt fullt af blómum, bradsi, stafrófum, crate pakka og heilar 60 arkir af Bazzill!!!! Síðan fékk ég minialbúm sem var ferlega flott!! ÉG er ekki enn búin að ná þessu! en hér eru myndir af góssinu!

Hér er albúmið
3 ummæli:

Áslaug sagði...

Rosalega er albúmið sem hún sendi þér fallegt, veistu úr hvaða pappír þetta er ?

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, bara að kasta á þig kveðju. Nú fer allt þetta hversdagslega að taka við. Vinna ekki á morgun heldur hinn :) !! Heyrumst, kv. Elsa Lára.

Þórunn sagði...

Pappírinn er frá Cloud 9 ;)