föstudagur, ágúst 17, 2007

nýjustu fréttir af Eimskipsmálinu!

Já kallinn kom áðan með dótið mitt............allt nema hjólið...!!! ég er að anda inn og út aftur...........sjáið þið það ekki.........??? Ég hringdi með det samme í "vinkonu" mína í Árhúsum, enda með kvinnuna á speeddial..........og allt sem hún gat sagt var:"hvaða nafn er á hjólinu???" - ég held að hún sé verulega ljóshærð að innan þessi kona!!!

Það er skemmst frá því að segja að ég hringdi í Gunna og sigaði honum á forstjóra Eimskips...það kemur í ljós á mánudag hvernig þetta fer...

En það er nokkuð víst að það verður skrappað í kvöld hvað sem öllu líður!!

5 ummæli:

Helgaj sagði...

Voða er leiðinlegt að heyra þetta með búslóðina:O( Þú ert samt heppin að hún hafi ekki farið sömu leiðina og pakkinn sem ég pantaði í feb og er enn ekki búinn að skila sér...he he
Vonandi fer þetta allt að komast á hreint svo þú getir farið að skrappa og búa til fleiri skissur fyrir okkur hinar:O)
Góða ferð áfram í stóra heiminum

Helga pelga sagði...

Vá, hvað ég var lengi að átta mig á þessu nýja lúkki. Er búin að ná því núna sko.

Helga pelga sagði...

Hey! ég er nú ekki að fíla það að við erum ekki á linkalistanum þínum! Hvað á þetta eiginlega að þýða!

Þórunn sagði...

ég er enn að hræra í þessu! allir linkarnir mínir duttu út!! nema þeir sem heita links!!! ógó fúlt!

BeggaHuna sagði...

Flott nýja bloggið þitt :) og gaman að sjá myndir af ykkur í danmörku :)

sýnist þið skemmta ykkur vel þarna og ég óska þér góðsgengis með skólann í haust.

vona svo að kallinn þinn láti þessa kalla hjá eimskip heyra það.

ps. verðum svo að fara virkja digiskrappið :)

kv. Begga