mánudagur, september 24, 2007

Anja skrappari

Ég get nú ekki sagt annað en ég hafi verið afskaplega ánægð með dóttur mína í dag...er það reyndar alla daga LOL en í dag fékk ég gest og við þurftum að fá næði í tölvunni en Anja var ekki á því að leyfa okkur að gera það sem við vildum og hékk í mér hálf vælandi...Þá datt mér í hug að gefa henni forsíðuna af basic grey pappír, þessa sem er með fullt af myndum af pappírnum og síðan fékk hún eina örk af BG merkisspjöldum - ég meina hvenær nota ég þessi merkisspjöld eiginlega??? Síðan fékk hún auðvitað lím og 2 myndir.

Hún sat alveg ein við eldhúsborðið og dundaði sér við þetta á meðan við vorum að vesenast í tölvunni. Hún fékk nákvæmlega enga aðstoð eða leiðbeiningu um hvernig væri gott að gera þetta og hér er útkoman. Ég var nú svo hissa á hvað þetta er flott hjá henni að ég skellti þessu í plast til að geyma!10 ummæli:

MagZ Mjuka sagði...

hey vá! Litla krúttið er bara skrappsnillingur! :D
Ekkert smá flott hjá henni! OMG! :D

Barbara sagði...

dúlega deppan :D
Flottara en margar síður sem ég hef séð um mína skrappævi :D

Músla sagði...

mér finnst þetta stórkostlega flott og lofar góðu

Sara sagði...

æðislegt hjá henni, gaman að eiga þetta :)

Gugga sagði...

Krúsídúlla, mér finst þetta ótrúlega flott hjá henni.

Sonja sagði...

Hún byrjar snemma í scrappinu :)
Svo flott hjá henni :)

Hafdís sagði...

Takk fyrir síðast, kaffið, kleinurnar, kringlurnar og skrappspjallið. Endurtakist helst sem oftast ;)
Þetta er bara snilldin ein hjá henni Önju. Hún hefur nú ekki langt að sækja listina.....
Kveðja Hafdís

Nafnlaus sagði...

Þetta lofar góðu hjá stelpunni!!Mamy!

BeggaHuna sagði...

vá geggjað flott hjá henni, hún verður meistari eins og mamma sín :)

hannakj sagði...

Ferlega flottar síður hjá henni!