laugardagur, júlí 05, 2008

Looooooooksins ný síða!

Þessi er búin að vera geðveikt erfið!! svo ekki sé meira sagt! Ég byrjaði á henni fyrir einhverjum mánuðum....er síðan búin að henda henni til og frá...reyna aftur og aftur að klára hana án árangurs, þar til í nótt!

Ég held að það sem er búið að pirra mig við þessa síðu er hversu illa pappírinn og myndirnar passa saman...Myndirnar eru svo bleikar, en pappírinn er svo haustlegur að þetta er ekki alveg að ganga....en þar sem ég var búin að líma pp+myndir niður þá ákvað ég að klára frekar en að henda þessu ;)

......þið sem kíkið hingað...ég skoara á ykkur að kvitta nú fyrir komuna!!



17 ummæli:

Sandra sagði...

ú! nææææs! ekkert smá flott lo og pappírinn geggjaður :)

Hildur Ýr sagði...

Vá, ég skil þig, erfiður pp með þessum myndum :) En þetta kemur bara rosalega vel út!

Nafnlaus sagði...

Þú hefur leyst þetta vel með pp. Skil vel að hann hafi vafist fyrir þér með þessum myndum. Geggjað LO og flott líka skrappliftisíðan hér að neðan. ;)

MagZ Mjuka sagði...

Æðislegt lo og myndir og þetta kemur nú bara mjög svo vel út!
Bleiku blómin og bleika swirlið ná að tengja þetta svo vel við myndirnar þannig að síðan smellur alveg saman! :)

Nafnlaus sagði...

Æðislega sæt síða, flott uppröðunin á henni.

Kv. Inger Rós

Gislina sagði...

Kvitterí, kvitt.

Hún er nú samt bara nokkuð flott, ef maður er ekki að horfa of mikið á bleikalitin hehe.

Kv
gilla

Nafnlaus sagði...

skil að þetta hafi verið erfitt þar sem myndirnar og pp eru ekki alveg í sama stíl en kemur samt ótrúlega vel út.

Nafnlaus sagði...

úps gleymdi að setja nafnið mitt með en ég er þessi nafnlausi fyrir ofan, haha.
Kveðja Eyrún

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ þú veist að ég kíki alltaf reglulega hingað inn :)
Kvitt kvitt Linda Björk

Nafnlaus sagði...

Hæ - þetta kemur ótrúlega flott út - ég hitti Önnu Rósu Böðvars. í dag og hún bað að heilsa þér.Mamy!

Nafnlaus sagði...

Ég er alveg sammála þér. Síðan og dúlleríið á henni er samt mjög fallegt og vel unnið. En myndirnar af "Sollu" stirðu eru svo prakkaralegar og mikið lifandi og passa eitthvern vegin ekki við rómantíska umgjörðina sem síðan er.
þú ert svo mikil listakona Tóta, en gott hjá þér að gefast ekki upp og klára síðuna.
knús,
gugga

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta mjög flott og geggjað lo þú nærð að tengja þetta vel
kveðja
Árný

Nafnlaus sagði...

ég þekki þig ekkert en ég hef svo gaman að því að skoða skrapp blogg hjá þér og fleirum en ætli maður kvitti ekki einu sinni fyrir sig :)

Nafnlaus sagði...

Hæ Þórunn ég kíki oft inn á þessa flottu síðu þína. Við þekktumst þegar þú bjóst á Hjaltabakka þá var Andri í leikskóla hjá mér kveðja Halla á BL.

hulda beib sagði...

Hæhæ, sumar síður eru bara pein þangað til þær smella!! Og þessi svínsmellur sko;) Ákvað ða kvitta loksins fyrir komunni. Keep it up og knús úr sveitinni.

Nafnlaus sagði...

Þessi er mjög flott, enn við þjáumst greinilega að því sama að þurfa að láta ljósmyndirnar alltaf passa við pappírinn :)

Gogo sagði...

Ekkert smá fín síða :)