Sýnir færslur með efnisorðinu Kínaalbúmið. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Kínaalbúmið. Sýna allar færslur

miðvikudagur, mars 21, 2007

Leikherbergið

Þetta er síðasta opnan sem ég gerði þegar ég var að nota þessa formúlu úr CreatingKeepsakes. Ég er bara mjög ánægð með hanna, það er gaman að geta klesst svona mörgum myndum á síðuna! Þessi formúla sem ég notaði reyndist bara mjög vel og ég mæli hiklaust með þessu fyrir þá sem vilja eyða litlum tíma í að pæla í uppsetningu á síðunum, þá sem eiga lítinn pappír sem þeir vilja nýta sem best og líka þá sem eru að flýta sér að klára eitthvað ákveðið verkefni, eins og ég er að vinna að því hörðum höndum að klára kínaferðina!

sunnudagur, mars 18, 2007

Gúdda morning

Það er nú ekki hægt annað en skrappa hann "Gúdda morning" þegar maður skrappar Kínaferðina! Það var dyravörður á hótelinu okkar í ShangSha sem var svona hryllilega hress og sagði alltaf Gúdda moorning með þvílíkum tilþrifum og gleði að það var ómögulegt annað en að smitast af honum! Þessar myndir eru teknar þegar við erum að kveðja hann í síðasta sinn ;-)

Ég notaðist áfram við þessa formúlu sem ég fann í CreatingKeepsakes, þetta er sami munstraði pappírinn og í opnunni. Ég var samt í pínulitlum vandræðum með þessa síðu þar sem það var gert ráð fyrir því í formúlunni að maður væri með pappír sem væri litaður báðu megin og það gefur meiri fjölbreytni - en þetta sleppur alveg. Síðan er ég að reyna að nota draslið sem ég á - líka það sem mig langar ekkert að nota! eins og þessa Jolees límmiða - sem er drekinn á síðunni og síðan var ég búin að kaupa einhverja æðislega flotta kínverska límmiða.......en það er ekki svo auðvelt að nota þá.....og mér finnst þeir eiginlega bara ljótir á siðum! En Rós snillingur kom í dag og benti mér á þá snilldarhugmynd að nota svona bling steina á þá og sveimérþá það skánaði bara um helming!!