Var að klára þessa síðu í BUM verkefninu. Þetta var mjög létt nema að því leiti að það eru svo fáar nothæfar myndir til af mér!!! Hvernig ætli standi á því?? Jú......ég festist ílla á filmu! Á flestum myndum er ég með lokuð augun, að beygla munninn og geifla eða gretta mig LOLOL Ég fann þó þessa mynd sem er tekin á Tenerife síðastliðið sumar. Annars var verkefnið á þessari síðu hver er uppáhalds liturinn......sem er náttúrlega grænn...nema hvað LOL
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
Bók um mig
Ég er að skrappa ansi skemmtilegt verkefni þessa dagana og væntanlega næstu mánuði alveg fram að áramótum, en það er bók um mig. Við erum nokkrar í þessu, fáum úthlutað verkefnum í hverjum mánuði sem við eigum síðan að leysa. Þau eru mis erfið eins og gengur en ofsalega skemmtileg!
Ég settist niður í dag til að vinna síðuna "5 skemmtilegar æskuminningar" Fyrst var ég alveg lokuð.......minntist þess ekki að neitt hefði gerst fyrir aldamót! Síðan þegar ég fór að hugsa þá fór nú eitt og annað að rifjast upp og svei mér þá ef barnæskan hafi ekki bara runnið upp úr mér þegar ég byrjaði að skrifa! Það varð bara erfitt að velja bara fimm minningar! Þetta var bara reglulega gaman! Ég er ekki búin með síðuna, set hana hingað inn þegar hún er tilbúin, en ég er búin með forsíðuna og "Það sem ég er þakklát fyrir" síðuna. Þær eru hér fyrir neðan.
Ég settist niður í dag til að vinna síðuna "5 skemmtilegar æskuminningar" Fyrst var ég alveg lokuð.......minntist þess ekki að neitt hefði gerst fyrir aldamót! Síðan þegar ég fór að hugsa þá fór nú eitt og annað að rifjast upp og svei mér þá ef barnæskan hafi ekki bara runnið upp úr mér þegar ég byrjaði að skrifa! Það varð bara erfitt að velja bara fimm minningar! Þetta var bara reglulega gaman! Ég er ekki búin með síðuna, set hana hingað inn þegar hún er tilbúin, en ég er búin með forsíðuna og "Það sem ég er þakklát fyrir" síðuna. Þær eru hér fyrir neðan.
þriðjudagur, febrúar 27, 2007
Fleiri síður
Hér eru 3 aðrar síður sem ég gerði fyrir stuttu, Kínasystur, þessi vínrauða er eins og er í 2 sæti í keppni um bestu síðuna í ScrapGoods. Allar eru úr kittum frá ScrapGoods.
Jæja þá er maður farin að blogga!
Ég hélt að ég ætti ekki annað eftir, en þar kom að því að ég stóðst ekki mátið og ákvað að skrá mitt eigið blogg! Þetta eiga nú helst að vera vangaveltur um áhugamálið, skrapp og tengt efni en stundum mun ég örugglega fara hressilega út fyrir efnið, missa mig í umræður um kjaramál kennara eða fleira skemmtilegt!
Ég var annars að skrappa í dag. Kláraði 6 uppskriftir sem ég er að gera fyrir swapp sem ég er að taka þátt í og síðan eina síðu sem ég er bara mjög ánægð með. Ég var lengi búin að vera að vandræðast með þessa mynd af Önju, hún er í svo skrýtnum litum að það er erfitt að finna pappír sem passa henni, en það tókst og þetta er útkoman.
Ég var annars að skrappa í dag. Kláraði 6 uppskriftir sem ég er að gera fyrir swapp sem ég er að taka þátt í og síðan eina síðu sem ég er bara mjög ánægð með. Ég var lengi búin að vera að vandræðast með þessa mynd af Önju, hún er í svo skrýtnum litum að það er erfitt að finna pappír sem passa henni, en það tókst og þetta er útkoman.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)