föstudagur, mars 16, 2007

Leikskóli

Ég brá mér í bæjarferði í gær og endaði inní FK-skrappi....það stefndi nú allt í að ég færi tómhent út aftur þar sem mig vantaði ekkert eða það sem mig vantaði var of dýrt ;-) Langaði alveg hryllilega til að kaupa nýju Fancy Pants stimplana en held ekki þar sem þeir eru bara aðeins of marga $$$$!

Þegar ég var um það bil að kveðja Söndru þá rak ég augun í nýjasta CreatingKeepsakes.........tímarit sem ég hef ekki skoðað lengi en ég var áður áskrifandi að. Það var náttúrulega einhver grein í því um hvernig má skera munstraðan pappír þannig að hann nýtist á 5 opnur og auðvitað varð ég að kaupa það! Gerði síðan opnu í Kínaalbúmið einmitt úr pappír sem ég hef ekki tímt að nota þar sem ég á svo fáar arkir af honum! Sniðugt blað!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá geðveikt flott opna!! Svo sniðugt að nota munstraða pp vel eins og í CK blaðið!!! járndótið á stóra blómin er geðveikt!!!!

Nafnlaus sagði...

ójá það borgar sig stundum að kíkja í blöð og fá hugmyndir ;)

Þessi er alveg Æðislega flott, skemmtileg uppröðun á myndunum :D

Signý Björk sagði...

Vá hún er æðisleg...Eins gott að þú takir þetta blað með á næsta hitting..

Unknown sagði...

Geðveikt flott !!!!