föstudagur, mars 02, 2007

Mulan

Mikið er nú gaman (enþá) að blogga svona um síðurnar sínar! Þá getur maður malað og malað án þess að nokkur grípi framí hehehe!! og síðan fær maður útrás fyrir sýniþörfina í leiðinni! Stórsniðugt! Ég skil ekkert í mér að hafa ekki gert þetta miklu fyrr ;-)

Annars skrappaði ég opnu í kvöld með myndum frá Grímuballinu sem við fórum á, á laugardaginn. Begga, listastýra á skrappspjallinu tók þessar frábæru myndir af stelpunum og gaf mér. Ji hvað það er langt síðan ég hef skrappað opnu! Eiginlega ekki síðan í Skálholti! Ég sem gerði aldrei stakar síður áðurfyrr geri núna opnu bara einstaka sinnum! Mér finnst svo miklu miklu léttara að gera stakar síður heldur en opnur, sérstaklega þegar maður er bara með 1 mynd! Það er bara svo ópraktíst og plássfrekt! Núna þarf ég að fara að snúa mér aftur að Kínaalbúminu til að halda mér við í opnugerðinni!
Bara svo þið vitið, þá er hægt að smella á síðurnar til að sjá þær stærri.




6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geðveikt flott opna!!! Anja var svo ótrúlega falleg sem Mulan. allt svo flott við opnuna!!

Helga Hin sagði...

Flott að hafa svona stóra mynd á annari síðunni. Flott opna, og já ég er alveg hissa á þér að hafa ekki bloggað fyrr!

Nafnlaus sagði...

HÆ hæ Þórunn

Til hamingju með nýju bloggsíðuna þína og frábær opnan þín með Mulan, Mjallhvít og prinsessu.

Heyrumst og sjáumst
Sigrún

Nafnlaus sagði...

Geggjuð opna. Hún er alltaf jafn falleg hún Anja sætasta. Sniðugt svona skrappblogg! Kannski maður hermi bara! hohoho! :D

Nafnlaus sagði...

Ég er soldið að öfundast út í þifg með þetta blogg...
Það er snild að blogga scrappið sitt...
*Kveðja Signy

Þórunn sagði...

Heyrðu þá er bara að skrá sig í blogg!! svo maður getur fylgst með því sem þú ert að gera!