laugardagur, september 08, 2007

Ekkert skrappað

Ég kem mér bara alls ekki í að skrappa!! Ég veit ekki hvað er eiginlega í gangi...búin að kaupa slatta af sniðugum hlutum til að skrappa, eins og glær albúm, lítinn kassa og lítin poka, en ekkert gerist bara! Ég nenni heldur ekki að skrappa í tölvunni eða búa til skissur.....ætli það sé hægt að fá eitthvað við þessu??

Ég fékk æðislegan pakka í gær...SG kittið mitt og aftur án viðkomu í tollinum ;-) Snilldar póstþjónusta hér í DK! Kittið er auðvitað algert æði! og tæknin núna er að gera glær albúm eða síður. Ég er að mana mig upp í að prufa, en það þarf að hanna þetta svolítið öðruvísi heldur en hefðbundnar síður þar sem þetta er gegnsætt...allavega held ég það ;-) ÉG er búin að sjá mjög flott svona albúm á netinu þannig að nú er bara að bretta upp ermar og byrja!

Hér eru annars myndir af septemberkittinu:
hm...þetta virkar ekki í augnablikinu, síðan þeirra liggur niðri þannig að ég skelli inn myndum við fyrsta tækifæri.

3 ummæli:

hannakj sagði...

nákvæmilega sama hjá mér. ég hef ekki nennt að skrappa, líka vegna þess að ég er búin að vera svo slæm af vöðvabólgu á öxlum í sumar. glær albúm er snilld. langar svo að prófa!! Góða helgi.

Sandra sagði...

Snilld :) hlakka til að sjá glæra albúmið þegar þú klárar það. Ertu búin að koma skrappdótinu þínu fyrir? Þegar ég dett úr gírnum byrja ég yfirleitt á að taka til í dótinu mínu, bíð svoldið ef ég nenni ekki meira skrappi... prenta svo mynd og vel pappír, bíð svo ef ég nenni ekki meira skrappi... svo þegar ég nenni aftur er allt tilbúið, borðið hreint, myndir og pappír til og ég þarf bara að setjast niður og gera.

Vonandi kemur andinn fljótt yfir... það getur varla skemmt fyrir að sg fór fram hjá tollinum ;)

Þórunn sagði...

ja það er nefnilega málið...það er ekkert pláss fyrir skrappdótið hér!! það er enn í töskunni sem ég flutti það út í ;-/