mánudagur, apríl 07, 2008

Nú er ég í stuði!

Já ég hef ekki komist í svona skrappstuð síðan ég flutti!! Ég var að klára enn eina síðu og er komin með aðra í kollinn.......en ég hef ekki tíma til að skrappa meir í bili, þarf að einbeita mér að skólanum ;)

Þetta eru myndir sem ég tók af Önju einn daginn þegar hún hafði verið að snyrta sig...hún er sko alger meikdolla!! nema hún á bara varaliti og ekkert annað......og þá eru þeir bara notaðir þar sem maður vill! LOL

Pappírinn í þessari síðu er bazzill bling í grunninn, munstraði pp er frá FP og síðan missti ég mig í FP stimplum á síðuna ;) Það er svona þegar maður hefur ekki snert þetta lengi þá tapar maður sér alveg! LOL



Verið nú dugleg að kvitta!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HÆ Þórunn

Geggjuð síða hjá þér og til hamingju með að vera byrjuð að skrappa aftur á pappír.
Kveðja
Sigrún

Nafnlaus sagði...

hæ hæ flottar síður hjá þér ;)

Ég var að taka bloggsíðuna mína aðeins í gegn ef þér langar til að kíkja
http://linda-bj.blogcentral.is/
kv Linda Björk

Nafnlaus sagði...

Hún verður förðunarfræðingur!!!!Amma.

Nafnlaus sagði...

Rosa flott... ég verð að komast í þessa stimpla hjá þér ... blikk blikk ;)

Nafnlaus sagði...

Æðisleg síða hjá þér! Ég er einmitt að finna mig til fyrir skrappið í kvöld. Við hittumst enn nokkrar sem vorum á námskeiðinu hjá þér:)Hafðu það sem allra best. Kv. Berglind