Já ég ákvað að nú væri sko fyrir lööööngu komin tímí á að skrappa! Það var svo skemmtileg áskorun sem Begga setti á Scrapbook.is bloggið að ég ákvað að athuga hvort ég kæmist í einhvern gír. Það er sko meir en að segja það að skrappa eftir svona langt hlé! Ég tel gestabókina ekki vera svona venjulegt skrapp ;)
Áskorunin hennar Beggu var þannig að maður átti að nota amk 75 skraut á síðuna. Ég var með:
14 bling
2 stimpla
7 chipboard í titil
11 doppur í blómunum
penna til að strika umhverfis mynd og pp
31 blóm
Nú þegar ég tel þetta saman þá er ég bara með 66!!!!!!!!!! En hvað um það ;) ég náði ekki að vera með í áskorunninni því skilafresturinn var útrunninn en þetta var gaman engu að síður og síðan losnaði maður við helling af blómum sem maður á alveg yfirgengilega mikið af LOLOL
Hér er allavega afraksturinn!

og hér er nærmynd af skrautinu