Ég notaðist áfram við þessa formúlu sem ég fann í CreatingKeepsakes, þetta er sami munstraði pappírinn og í opnunni. Ég var samt í pínulitlum vandræðum með þessa síðu þar sem það var gert ráð fyrir því í formúlunni að maður væri með pappír sem væri litaður báðu megin og það gefur meiri fjölbreytni - en þetta sleppur alveg.
Síðan er ég að reyna að nota draslið sem ég á - líka það sem mig langar ekkert að nota! eins og þessa Jolees límmiða - sem er drekinn á síðunni og síðan var ég búin að kaupa einhverja æðislega flotta kínverska límmiða.......en það er ekki svo auðvelt að nota þá.....og mér finnst þeir eiginlega bara ljótir á siðum! En Rós snillingur kom í dag og benti mér á þá snilldarhugmynd að nota svona bling steina á þá og sveimérþá það skánaði bara um helming!!
2 ummæli:
mér finnst þessi jolees dreki æði :D síðan er frábær :D
Ferlega skemmtileg síða! Fyndið með dyravörðina!! Dreki er æði!!! Enda er ég mikið fyrir dreka :P
Skrifa ummæli